Færsluflokkur: Menning og listir
VESTFIRSKUR HÚSLESTUR Í DAG
1.11.2008 | 12:37
Að vanda er ókeypis aðgangur að húslestrum Kómedíuleikhússins og Safnahússins. Húslesturinn hefst kl.14.
KÓMEDÍUFRÚIN OPNAR MYNDLISTARSÝNINGU Á KAFFI EDINBORG Á ÍSÓ
31.10.2008 | 13:21
PÉTUR OG EINAR AFTUR Á SVIÐ
30.10.2008 | 11:48
Sýningar á leikritinu vinsæla Pétur og Einar hefjast að nýju í kvöld eftir stutt hlé. Leikurinn var sýndur alls 14 sinnum í sumar við fádæma vinsældir. Í kvöld kl.20 fer leikurinn aftur á fjalirnar og að vanda er sýnt í Einarshúsi í Bolungarvík. Miðasala fer fram í Einarshúsi einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á ragna@einarshusid.is Sýningarstaðurinn er vel við hæfi því sögupersónur leiksins bjuggu einmitt í þessu húsi sem er nú orðinn vinsæll veitingastaður og kaffihús. Í þessari sýningu túlkar Elfar Logi Hannesson líf og störf þeirra manna sem settu hvað mestan svip á Bolungarvík á miklum uppgangstímum og sveipar sögu þeirra ævintýraljóma. Frumkvöðlarnir Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson voru miklir athafnamenn hvor á sínum tíma og stjórnuðu stórveldum sínum af skörungsskap. Þeir bjuggu báðir í húsi harma og hamingju, Péturshúsi sem síðar var nefnt Einarshús. Höfundur og leikstjóri er Soffía Vagnsdóttir og tónlistarstjóri er Hrólfur Vagnsson. Fleiri sýningar verða á Pétri og Einar í nóvember og er rétt að benda sérstaklega á sýninguna laugardaginn 29. nóvember en þá verður einnig boðið uppá veglegt jólahlaðborð með sýningunni. Þegar skammdegismyrkur skellur á er gott að skella sér í leikhús. Það hressir og kætir.
SIGRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR BÆJARLISTAMAÐUR ÍSAFJARÐARBÆJAR
27.10.2008 | 15:04
KNALL Í TJÖRUHÚSINU UM HELGINA
24.10.2008 | 10:45
GÍSLI SÚRSSON HEFUR NÚ VERIÐ SÝNDUR 180 SINNUM
14.10.2008 | 14:14
AFMÆLISTILBOÐ - STEINN STEINARR Á 500 KALL
13.10.2008 | 12:17
Í dag er afmælisdagur vestfirska ljóðskáldsins Steins Steinars en hann fæddist 13. október árið 1908 á Laugalandi í Nauteyrarhreppi. Steinn Steinarr hefur verið í miklu uppáhaldi hjá Kómedíuleikhúsinu fyrr á árinu frumsýndi leikhúsið ljóðaleikinn Búlúlala - Öldin hans Steins í tilefni af aldarafmæli skáldsins. Leikurinn hefur verið sýndur víða um land og fengið afbragðs viðtökur. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kómedía setur Steins Steinar verk á svið. Því árið 2003 frumsýndi leikhúsið einleikinn Steinn Steinarr og var leikurinn bæði sýndur á Ísó og í Borgó. Einleikurinn Steinn Steinarr var síðan gefin út á mynddiski. Í tilefni af afmælisdegi Steins Steinars verður mynddiskurinn Steinn Steinarr á sérstöku tilboði í dag aðeins 500 kall sem er þúsund króna afsláttur af útsöluverði. Nú er lag að gera góð kaup, sendum hvert á land sem er og það er auðvelt að panta sendið bara tölvupóst á komedia@komedia.is og diskurinn er þinn. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um einleikinn Steinn Steinarr.
STEINN STEINARR - EINLEIKUR Á DVD
DVD
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Handrit: Elfar Logi Hannesson, Guðjón Sigvaldason
Leikstjórn: Guðjón Sigvaldason
Verð: 500. kr (var áður 1.500)
Panta: komedia@komedia.is
Einleikur Kómedíuleikhússins Steinn Steinarr er nú loksins fáanlegur á DVD. Leikurinn er byggður á verkum og ævi skáldsins en 98% textans er eftir Stein sjálfan. Þetta er mjög áhugaverð, vel gerð og skemmtileg sýning sem hlaut mikla athygli þegar hún var frumsýnd árið 2003. Ekki má heldur gleyma fræðslugildi verksins sem er mjög mikið.
Steinn Steinarr er eitt þekktasta ljóðskáld Íslendinga á 20. öld. Hann hét réttu nafni Aðalsteinn Kristmundsson og fæddist árið 1908. Þegar Steinn kom fram á ritvöllinn hóf hann þegar að brjóta reglur sem ríkt höfðu í skáldskap um langa hríð og varð mjög umdeildur fyrir vikið. Harðorðar greinar birtust í blöðum um Stein og skáldskapur hans var kallaður tómvitleysa af sumum. Aðrir á hinn bóginn fögnuðu framlagi hans og töldu að loksins væri komið fram skáld sem þyrði að breyta staðnaðri, íslenskri ljóðlist. Núna hrífast flestir af skáldskap Steins. Ljóð hans eru þjóðinni mjög kær og við mörg þeirra hafa verið samin lög. Steinn Steinarr andaðist árið 1958, rétt tæplega fimmtíu ára að aldri.
NEGUS NEGUSI Í REYKJAVÍK KL.16
12.10.2008 | 12:07
STEINS HÁTÍÐ Í GÖMLU KAFFIBRENNSLUNNI
10.10.2008 | 16:25
Myndlistarmaðurinn Sigurður Þórir opnar myndlistarsýningu kl.15 á morgun, laugardag, í gömlu kaffibrennslunni Ó Johnson & Kaaber Sætúni 8. Sýningin er byggð á ljóðabálki vestfirska skáldsins Steins Steinars Tíminn og vatnið og hefur listamaðurinn unnið að þessari sýningu í nokkur ár. Í tilefni af þessari merku sýningu og aldarafmæli Steins, sem er á mánudaginn, verður boðið uppá sannkallaða listaveislu og Kómedíuleikhúsið tekur þátt enda Steinn uppáhalds skáld leikhússins. Sýningin opnar á morgun og verður strax boðið uppá veglega Steins dagskrá. Leikin verður upplestur Steins á Tímanum og vatninu. Klukkan fjögur verður sérstök dagskrá sem Vernharður Linnet kynnir en þar koma fram Hjalti Rögnvalsson, leikari, og meistari Raggi Bjarna sem mun flytja lag sig Barn við ljóð Steins, sem er að margra mati eitthvert fallegast íslenska ljóðalagið. Á sunnudeginum mun síðan Kómedíuleikarinn flytja úrval ljóða eftir Stein Steinarr og hefst dagskráin kl.16. Daginn eftir á afmælisdegi Steins mun Hörður Torfa vera með tónleika þar sem hann flytur lög er hann hefur samið við ljóð Steins. Tónleikarnir hefjast kl.20.30 og er aðgangseyrir aðeins 2.000.kr. Sýning Sigurðar Þóris stendur til 26. október og er opið alla daga frá 14. - 18.
AFHVERJU HEITIR ÞÁTTURINN EKKI SÖNGFLUGAN FREKAR EN SINGING BÍ
9.10.2008 | 22:05
Yngsta Kómedíudóttirin er sérlega orðheppinn enda algjör prinsessa. Um daginn var verið að horfa á Skjá einn í Túninu heima og þá akkurart byrjar þátturinn með Jónsa sem heitir Singin Bí. Og þá segir prinsessan: Jibbý, Söngflugan er að byrja.
Já, einmitt afhverju heitir þátturinn ekki Söngflugan, miklu flottara nafn. Íslenskt og þetta er jú íslensk stöð þó hún sýni aðllega erlenda raunveruleikaþætti og annað léttmeti. Nafnið Söngflugan gæti líka tengt þáttinn óbeint við dægurlagasmellinn Litla flugan eftir Sigfús Halldórs og er því alveg tilvalið nafn á íslenskum tónlistarþætti. Ég mælist því til þess að Skjár einn breyti nafni þáttarins hið snarasta í hið músíkalska nafn Söngflugan. Enda er nú verið að hvetja landann til að kaupa íslenskt og þá þurfum við nú líka að hugsa um það að tala íslensku og nota íslensk nöfn sérstaklega á svona þáttum sem einmitt æskan hefur áhuga á. Já, prinsessan veit hvað hún syngur í þessu sem öðru.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)