Galdrasögur - Ný Þjóðleg hljóðbók

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út nýja Þjóðlega hljóðbók sem heitir Galdrasögur. Að vanda er sótt í hinn magnaða og frábæra þjóðsagnaarf Íslands. Galdrasögur er níunda Þjóðlega hljóðbók Kómedíuleikhússins en þær þjóðlegu hafa notið mikilla vinsælda um land allt enda er hér á ferðinni sérlega vönduð útgáfa á þjóðsögum þjóðarinnar. Alls eru 22 galdrasögur á nýju Þjóðlegu hljóðbókinni hver annarri magnaðri og göldróttari. Meðal sagna á hljóðbókinni Galdrasögur má nefna Galdra-Loftur, Gottskálk biskup grimmi, Allir erum við börn hjá Boga, Viltu skyr skeggi?, Ljósið í hauskúpunni, Sagnarandi kemur upp þjófnaði og Stokkseyrar-Dísa. Lesari er Elfar Logi Hannesson, leikari. Galdrasögur sem og allar Þjóðlegu hljóðbækurnar fást á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is í verslunum um land allt.

Hinar Þjóðlegu hljóðbækurnar eru:
Þjóðsögur úr Vesturbyggð
Þjóðsögur frá Ísafjarðarbæ
Þjóðsögur af Stöndum
Þjóðsögur úr Bolungarvík
Þjóðsögur frá Súðavík
Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum
Bakkabræður og kímnisögur
Draugasögur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband