Kómedíuleikhúsið frumsýnir Náströnd - Skáldið á Þröm

Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýtt íslenskt leikverk, Náströnd – Skáldið á Þröm, föstudaginn 23. mars í Félagsheimili Súgfirðinga.
Um er að ræða einleik byggðan á dagbókum Magnúsar Hj Magnússonar. Allur texti verksins er eftir Magnús sjálfan. Dagbækur Magnúsar voru Halldóri Laxness einmitt innblástur við ritun hans á skáldsögunni Heimsljós og Magnús því fyrirmyndin af Ólafi Kárasyni ljósvíking.
Í verkinu hittum við fyrir skáldið sjálft, þar sem hann situr einn í klefa sínum og afplánar dóm. Á þessum umbrotstíma í lífi sínu kemur hann til dyrana eins og hann er klæddur og leiðir áhorfendur í sannleikan um líf sitt og þrautargöngu. Hann horfist í augu við sjálfan sig og gerir upp fortíð sína á einlægan hátt. Saga Magnúsar er ekki aðeins saga eins manns, heldur saga heillar stéttar í samfélagi sem er að brjóta sér leið út úr moldarkofum og inn í nútímann.
Leikgerð er í höndum Elfars Loga Hannessonar og Ársæls Níelssonar sem einnig fer með hlutverk skáldsins en Elfar Logi leikstýrir. Höfundur tónlistar er tónlistarmaðurinn Jóhann Friðgeir Jóhannsson, einnig þekktur sem 70i, auk þess sem lagið Ljósvíkingur eftir kyndilbera vestfirskrar tónlistar, Mugison, er notað í sýningunni. Ljósahönnuður er Jóhann Daníels Daníelsson.
Uppsetningin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.
Kómedíuleikhúsið fagnar 15 ára afmæli sínu í ár og er leikhúsið meðal elstu starfandi sjálfstæðra leikhúsa í dag. Náströnd – Skáldið á Þröm er fyrri afmælissýning Kómedíuleikhússins en í sumar verður frumsýndur einleikur um annan merkan alþýðulistamann. Eins og áður var getið verður verkið frumsýnt 23. mars og og eru alls 5 sýningar fyrirhugaðar fram að páskum.
Frums. fös 23. mars kl 20.00
2. sýning lau 24. mars kl. 20.00
3. sýning fös 30. mars kl 20.00
4. sýning lau 31. mars kl. 20.0

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband