Vestfirsku dægurlögin - Nýtt söngvasjóv frumsýnt á Kan slóðum

Hver þekkir ekki slagara á borð við Hey kanína, Er't í ræktinni, Ég er frjáls, Þín innsta þrá, Drottningin vonda...já listi Vestfirskra dægurlaga er langur. Nú hefur öllum þessum vestfirsku dægurlagaperlum verið komið fyrir í geðveikt flottu söngvasjóvi sem nefnist einfaldlega Vestfirsku dægurlögin. Söngvasjóvið verður frumsýnt á söguslóðum Vestfirskra dægurlaga nánar til tekið í Bolungarvík, heimabæ hljómsveitarinnar Kan sem rokkaði feitt á sveitaböllunum í gamla daga. Frumsýnt verður á laugardag 31. mars kl.21 og er mikill stemmari fyrir kvöldinu og aldrei að vita nema einhverjir ,,orginalar" vestfirskra dægurlaga verði viðstaddir. Sönvassjóvið Vestfirsku dægurlögin verður einnig sýnt um páskana en einsog allir vita eru Vestfirðir staður til að vera á um páskana. Páskasýningarnar verða miðvikudaginn 4. apríl, á Skírdag fimmtudaginn 5. apríl og loks á Föstudaginn langa 6. apríl. Allar sýningarnar hefjast kl.21 en rétt er að geta þess að rútuferðir á sýningarstað verða frá Hamraborg á Ísafirði alla sýningardaga. Miðasala á allar sýningar er þegar hafin og því vissara að panta sér miða strax í dag. Miðasölusími:892 4568.
Það er Vestfirska skemmtifélagið sem setur söngvasjóvið Vestfirsku dægurlögin á svið. Mennirnir í brúnni þar eru Elfar Logi Hannesson, leikstjóri, og Guðmundur Hjaltason, tónlistarstjóri, en þeir hafa síðustu ár sett á svið vinsælar leik- og söngvasýningar fyrir vestan. Söngvarar í sýningunni eru stuðboltarnir Hjördís Þráinsdóttir, Steingrímur Rúnar Guðmundsson og Sveinbjörn Hjálmarsson. Einnig tekur leikkonan Marla Koberstein þátt í sýningunni með einstökum hætti. Dægurlagabandið vestfirska skipa þau Bjarni Kristinn Guðjónsson, Guðmundur Hjaltason, Haraldur Ringsted og Sunna Karen Einarsdóttir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hlakka mikið til að koma og sjá.  Þetta er virkilega skemmtilegt framtak.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2012 kl. 10:18

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Frábært að heyra sjáumst á frumsýningu

Elfar Logi Hannesson, 29.3.2012 kl. 12:48

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sjáumst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2012 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband