Vestfirsku dægurlögin slá í gegn
3.4.2012 | 12:19
Það er ótrúlegt hve mikið af dægurlögum koma frá Vestfjörðum. Nú hefur öllum helstu perlum Vestfirskra dægurlagamenningar verið safnað í eina sýningu Vestfirsku dægurlögin. Frumsýnt var um síðustu helgi við dúndrandi góðar viðtökur, gestir dönsuðu, dilluðu, sungu og skemmtun sér með stæl. Enda er það einmitt tilgangurinn að koma saman hlusta á einstak tónlist og eiga stuðkvöldstund án þess að pæla í einhverjum negatívum fréttum sem alltof mikið er af þessa dagana. Nú streyma gestir af öllu landinu Vestur enda eru páskar framundan og þá er pleisið Vestfirðir einsog allir vita. Vestfirsku dægurlögin verða á fjölunum alla páskana og er miðasala á allar sýningar hafin í síma: 892 4568. Næstu sýningar eru:
Miðvikudagur 4. apríl kl.21 laus sæti
Fimmtudagur, Skírdagur, 5. apríl örfá sæti laus
Föstudagur, þessi langi, 6. apríl sýning er á miðvikudag kl.21 laus sæti.
Hey kanína - bókaðu miða á Vestfirsku dægurlögin strax í dag.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Elli kemur óvænt heim um páskana svo ég vona að ég geti keypt miða til að bjóða honum á þessa frábæru sýningu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 12:39
góð hugmynd
Elfar Logi Hannesson, 3.4.2012 kl. 12:44
Búin að panta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.