Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
89 DAGAR Í ACT ALONE Á ÍSAFIRÐI
8.4.2008 | 12:37
SÁ KÓMÍSKI ER HANDY STRUMPUR
7.4.2008 | 19:11
Kómedíuleikarinn er einn af þeim fjölmörgu sem hafa þreytt Strumpaprófið vinsæla og hér kemur niðurstaðan:
You are Handy Smurf. You are a creative, inventive, and self-sufficient individual. You show imagination in the things you do and like to explore new ideas. Some may think you become too involved in your work, but you simply want to make the world a better place and time is of the essence. Your dedication and hard work is its own reward for you - although others benefit too. People like you change the world!
NÝ HLJÓÐBÓK VÆNTANLEG
7.4.2008 | 17:54
Kómedíuleikhúsið vinnur nú að útgáfu hljóðbókar sem er jafnframt þriðja hljóðbók leikhússins. Leikhúsið heldur áfram að vinna með gömlu góðu þjóðsögurnar og nú eru það Þjóðsögur úr Bolungarvík. Sögurnar eru úr safni Finnboga Bernódussonar sem voru gefnar út á bók úr heitinu Sögur og sagnir úr Bolungarvík. Bókin er löngu uppseld og því má segja að þessi útgáfa Kómedíuleikússins á hljóðbókinni Þjóðsögur úr Bolungarvík verði vel tekið og ákaft fagnað. Enda eru hér á ferðinni fjölbreyttar sögur úr víkinni allt frá draugasögum til tröllasagna. Það er Kómedíuleikarinn sem les sögurnar inn en alls eru 22 sögur á hljóðbókinni. Upptökum á hljóðbókinni er ný lokið og er hljóðbókin væntanleg í hús í lok mánaðarins. Þangað til er hægt að hlusta á fyrri hljóðbækur Kómedíuleikhússins Þjóðsögur úr Vesturbyggð og Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ. Hægt er að panta hljóðbækur Kómedíu á heimasíðunni www.komedia.is Einnig eru hljóðbækurnar til sölu í Pennanum og Eymdunsson sem og á ýmsum stöðum á Vestfjörðum t.d. í vefverzlun Galdrasafnsins.
HVAÐ MEÐ ÍSAFJÖRÐ? 4 KONSERTINN ÞAR?
7.4.2008 | 13:28
Mikið væri nú gaman að fá Þursana líka hingað vestur á Ísafjörð. Hvað segið þið um það Þursar? Húsnæði á staðnum og alveg fullt af gónendum sem kæmu enda mikið af aðdáendum hér einsog útum allt land. Fengjuð pottþétt fullt hús. Vona að þið lesið þetta og haldið fjórða konsertinn á Ísafirði.
![]() |
Þriðju Þursatónleikunum bætt við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
MEISTARI KVEÐUR
6.4.2008 | 13:06
![]() |
Charlton Heston látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ALVÖRU TÓNLEIKAÁR
5.4.2008 | 18:16
![]() |
Paul Simon með tónleika á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
VESTFIRSKUR HÚSLESTUR - GESTUR PÁLSSON
3.4.2008 | 16:27
Á laugardaginn, 5. apríl, verður Kómedíuleikhúsið og Bókasafnið á Ísafirði með hinn vinsæla Vestfirska húslestur. Að þessu sinni er það skáldið Gestur Pálsson sem er skáld mánaðins. Á vefnum www.vestfirdir.is er fjallað um skáldið og segir þar m.a.: ,,Gestur Pálsson fæddist árið 1852 á Miðhúsum á Reykjanesi í Reykhólahreppi og hefur honum verið reistur minnisvarði við þjóðveginn ofan við bæinn. Gestur var einn af frumkvöðlum raunsæisstefnunnar á Íslandi og fékkst jafnt við smásagna-, ljóða- og skáldsagnagerð." Það er Kómedíuleikarinn sem mun lesa úr verkum skáldsins og Jóna Símonía Bjarnadóttir fjallar um ævi hans. Mun leikarinn meðal annars lesa úr einni þekktustu smásögu Gests Pálssonar Grímur Kaupmaður deyr. Húslesturinn hefst að vanda kl.14 og verður einsog áður segir á laugardaginn 5. apríl í Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði og er aðgangur ókeypis.
AÐ GEFNU TILEFNI - WHOOPI GOLDBERG KEMUR EKKI Á ÍSÓ Í SUMAR
2.4.2008 | 13:08
WHOOPI GOLDBERG Á ACT ALONE 2008
1.4.2008 | 13:13
Aðalgestur Act alone leiklistarhátíðarinnar á Ísafirði verður stórleikkonan Whoopi Goldberg. Viðræður hafa staðið yfir við leikkonuna í allan vetur og loksins hafa samningar milli Whoopi og Act alone tekist. Whoopi Goldberg mun sýna einleik sinn The Spook Show sem er einn allra vinsælasti leikur hennar. Leikurinn var sýndur á Broadway 1984-1985 yfir 150 sinnum og alltaf fullt hús. Það var einmitt í þessari sýningu sem Whoopi vakti fyrst almenna athyli og hlaut í kjölfarið hlutverk hjá Steven Spielberg í kvikmyndinni The Color Purple og var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. Whoopi er einn fremsti einleikari heimsins í dag og er jafnan nefnd á sama tíma og einleikarinn og Actalónarinn Eric Bogosian sem sýndi á Act alone 2006. Whoopi Goldberg er þó einkum þekkt á hvíta tjaldinu og hefur leikið í myndum á borð við Jumpin' Jack Flash, Clara's Heart, Ghost, Sister Act ofl ofl. Whoopi hefur fjóru sinnum verið kynnir Óskarsverðlauna við góðan orðstýr. Það er óhætt að segja að koma Whoopi Goldberg á Act alone er stórviðburður enda á leikkonan fjölmarga aðdáendur hér á land. Aðgangur að Act alone er ókeypis og því nokkuð víst að bekkurinn verði þéttsetinn þegar Whoopi stígur á svið en hún mun opna Act alone hátíðina 2. júlí. En rétt er að geta þess að Whoopi mun dvelja á Ísafirði alla hátíðina. Á morgun verður birt einkaviðtal Kómedíuleikhússins við Whoopi Goldberg á Act alone vefnum.
700 HÁTÍÐARKVEÐJUR FRÁ ÍSÓ
1.4.2008 | 09:54
![]() |
700IS í fullum gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |