VESTFIRSKUR HÚSLESTUR - GESTUR PÁLSSON

Á laugardaginn, 5. apríl, verður Kómedíuleikhúsið og Bókasafnið á Ísafirði með hinn vinsæla Vestfirska húslestur. Að þessu sinni er það skáldið Gestur Pálsson sem er skáld mánaðins. Á vefnum www.vestfirdir.is er fjallað um skáldið og segir þar m.a.: ,,Gestur Pálsson fæddist árið 1852 á Miðhúsum á Reykjanesi í Reykhólahreppi og hefur honum verið reistur minnisvarði við þjóðveginn ofan við bæinn. Gestur var einn af frumkvöðlum raunsæisstefnunnar á Íslandi og fékkst jafnt við smásagna-, ljóða- og skáldsagnagerð." Það er Kómedíuleikarinn sem mun lesa úr verkum skáldsins og Jóna Símonía Bjarnadóttir fjallar um ævi hans. Mun leikarinn meðal annars lesa úr einni þekktustu smásögu Gests Pálssonar Grímur Kaupmaður deyr. Húslesturinn hefst að vanda kl.14 og verður einsog áður segir á laugardaginn 5. apríl í Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði og er aðgangur ókeypis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband