Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
ÞAU EIGA AFMÆLI Í DAG
30.1.2008 | 12:15
Trommari og nokkrir leikarar eru meðal þeirra sem eiga afmæli í dag. Reyndar hefur trommarinn nú leikið í allavega einni mynd sem heitir ef kómíska minnið klikkar ekki Buster. Þessi eru fædd 30. jan.
Phil Collins, Vanessa Redgrave, Gene Hackman, Anthony LaPaglia, Dorothy Malone, Rob Pinkston, Willmer Valerrama og Christian Bale
AFMÆLISBÖRN DAGSINS
29.1.2008 | 18:01
Alltaf gaman að eiga afmæli og hér koma nokkrar stjörnur mis skærar þó sem eiga afmæli í dag.
Tom Selleck - Victor Mature - Heather Graham - David Byron - Oprah Winfrey - John Forsythe - Katharine Ross
SÓLARDAGUR Á SIGLÓ Í DAG EN HEIÐURSGESTURINN MÆTTI EKKI
28.1.2008 | 17:21
Það er í dag sem sólin, blessuð sólin, átti að sjást í bænum hér á Sigló eftir langa fjarveru en hún birtist víst fyrst á gamla kirkjustaðnum á Siglufirði. En hún mætti ekki, að vísu sá maður geisla hennar í fjöllunum og var það voða næs en hitt hefði nú verið skemmtilegra. Hinsvegar sást sólin á Ísó í dag og að sjálfsögðu gerðist það í Sólgötunni. Sólardagurinn á Ísó var hinsvegar á föstudaginn þannig að sólarsýstemið er sennilega svona eftirá þetta árið og samkvæmt því ætti sólin að skína hér á sigló á fimmtudaginn samkvæmt Ísafjarðarsólúri.
LEWIS KLIKKAR EKKI
28.1.2008 | 11:45
Daniel Day-Lewis alltaf góður. Án efa einn besti leikari hvíta tjaldsins í dag verst hvað hann leikur í fáum myndum en það er kannski vegna þess að hann vandar valið. Man ekki eftir að hafa séð lélega mynd með honum. Á reyndar eftir að sjá þessa sem hlýtur að vera geggjuð ég meina Coen bræður og Lewis getur varla klikkað. Nú þarf maður bara að gæta sín á því að gera ekki alltof miklar kröfur áður en maður sér ræmuna. Það hefur nefnilega stundum gerst og þá verður maður bara fyrir vonbrigðum.
No Country for Old Men besta myndin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
GUÐMUNDUR ANDRI ER BARA FLOTTUR PENNI
27.1.2008 | 15:57
TIL HAMINGJU BORGARLEIKHÚS MEÐ MAGNÚS
25.1.2008 | 16:23
Kómedíuleikhúsið óskar Borgarleikhúsinu til hamingju með daginn og ráðningu á nýjum Borgarleikhússtjóra, Magnúsi Geir Þórðarsyni. Vissulega voru margir hæfir umsækjendur sem sóttu um stöðuna en Magnús hefur á síðustu áratugum sannað sig sem leikhússtjórnandi. Árangur hans hjá Leikfélagi Akureyrar er að ég held einsdæmi í stuttru atvinnuleikhússögu Íslands. Það var kannski ekki allt farið norður og þið vitið hvað þarna fyrir norðan en lítið hafði gengið. Svo bara á örfáum árum byggir Magnús upp leikhúsið norðlenska og setur hvert áhorfendametið á fætur öðru. Og gott ef leikhúsið hafi ekki bara skilað hagnaði uppá síðkastið sem er sko stórfrétt í leikhúsbransanum. Og allt í einu vildu allir skella sér á sýningu hjá Leikfélagi Akureyrar, ég þekki t.d. marga Akureyringa sem hafa lítið pælt í leikhúsi en eru nú hinir áhugasömustu um leikhúsið Sitt og eru með árskort í vasanum og hafa keypt sér Óvitabol og ég veit ekki hvað. Það verður forvitnilegt að fylgjast með Borgarleikhúsinu á næstu leikárum en kannski enn forvitnilegra að fylgjast með Leikfélagi Akureyar. Og nú er það spurning dagsins í leikhúsinu. Hver verður næsti leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar? Megið alveg koma með hugmyndir og getgátur kæru lesendur.
Ég skal byrja og sting uppá Eddu Björgvins.
Magnús Geir stýrir Borgarleikhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
EINLEIKIÐ VIÐTAL
24.1.2008 | 16:08
Nú þurfa allir að kikka á heimasíðu leiklistarhátíðarinnar Act alone www.actalone.net og lesa nýtt einleikið viðtal á síðunni. Að þessu sinni er það einleikarinn og Stopparinn Eggert Kaaber sem er á eintali við Kómedíuleikarann. Eggert hefur frá mörgu að segja bæði í einleiknum fréttum og Stoppleikhúsfréttum. Á heimasíðunni er einnig hægt að lesa eldri viðtöl við brúðuleikhúskonuna Hallveigu Thorlacius og eintal við Hörð Torfa. Act alone heimasíðan er stútfull af upplysingum um einleikjalistina s.s. greinar um fræga einleikara á borð við Eric Bogosian og Lily Tomlin, listi yfir íslenska einleiki sem settir hafa verið á svið, verslun einleikarans og síðast en ekki síst allar upplýsingar um Act alone einleikjahátíðina. Vefur dagsins er semsagt www.actalone.net
SINFÓ Á ÍSÓ
24.1.2008 | 14:07
VÁ ÞETTA ERU SKO ALVÖRU TÖLUR
23.1.2008 | 18:12
Aurora úthlutar 210 milljónum króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ALLTAF GOTT AÐ FÁ SALT Í GRAUTINN
23.1.2008 | 11:47
Lou Reed í örygginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |