Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
LISTAMANNAÞING Á ÍSAFIRÐI Í KVÖLD
30.4.2008 | 12:29
Kómedíuleikhúsið í samvinnu við listamenn í Ísafjarðarbæ efnir til Listamannaþings á Hótel Ísafirði í kvöld kl.20. Þema þingsins er ,,Staða og framtíð listalífs í Ísafjarðarbæ". Sannarlega stór spurning og má því búast við fjörugu þingi í kvöld. Aðgangur að þingingu er ókeypis og verður boðið uppá kaffi og rjómapönsu í boði þingsins. Fundarstjóri Listamannaþingsins er Annska en dagskráin er á þessa leið:
1. Fulltrúar listgreinanna fimm fjalla um stöðu og framtíð sinnar greinar:
Danslist: Eva Friðþjófsdóttir
Kvikmyndalist: Lýður Árnason
Leiklist: Elfar Logi Hannesson
Myndlist: Ómar Smári Kristinsson
Tónlist: Hulda Bragadóttir.
2. Listahátíðarbærinn Ísafjörður. Fjallað verður um listahátíðirnar þrjár á Ísó.
Leiklistarhátíðin Act alone
Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður
Tónlistarhátíðin Við Djúpið.
3. Menningarappartötin fyrir vestan kynna sig.
Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar - Ingi Þór Ágústsson
Menningarráð Vestfjarða - Jón Jónsson.
Einnig verður boðið uppá tónlistaratriði á Listamannaþinginu í kvöld. Þröstur Jóhannesson flytur frumsamin lög við ljóð Steins Steinars en lögin eru í sýningu Kómedíuleikhússins, Búlúlala - Öldin hans Steins, sem verður frumsýnd verður í næstu viku. Einnig mun hljómsveitin Grjóthrun stíga á stokk en í sveitinni eru m.a. Grímur Atlason og Lýður Árnason. Semsagt nú vita allir hvað þeir eru að gera í kvöld: Listamannaþing á Hótel Ísafirði kl.20. Sjáumst.
Fjallað verður um leiklistarhátíðina Act alone á Listamannaþinginu á Ísó í kvöld
KÓMEDÍULEIKARINN Í MENNINGARSPORTIÐ
27.4.2008 | 15:41
KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ FÆR MONNÝPENINGA
25.4.2008 | 12:18
Sumardagurinn fyrsti var mikill gleðidagur fyrir Kómedíu. Í gær var skundað til Hólmavíkur í sól og sumaryl til að taka á móti styrk. Oh, það er svo gaman að fá bréf þar sem stendur eitthvað annað en Því miður....Menningarráð Vestfjarða var semsagt að úthluta styrkjum til menningarverkefna á Vestfjörðum í gær. Kómedíuleikhúsið fékk styrki fyrir tvö verkefni. Leiklistarhátíðin Act alone fékk 700 þúsund og nýjasta leikverk Kómedíu, Búlúlala Steins öld, fékk 300 þúsund en leikurinn verður frumsýndur í maí. Alls voru 48 verkefni styrkt að þessu sinni til mjög fjölbreyttra verkefna allt frá kvikmyndum til grásleppuseturs. Það var virkilega gaman að sjá hversu fjölbreytt verkefni eru í gangi á Vestfjörðum og næsta víst að apparat á borð við Menningarráð Vestfjarða hefur sannað sig og eflt til muna menningar- og listalíf á Vestfjörðum.
Heimasíða Menningarráðs
http://www.vestfirskmenning.is
ÖRNINN AÐ VESTAN Á MIKLU FLUGI
23.4.2008 | 16:13
Vestfirska skáldið Eiríkur Örn Norðdahl hefur verið í miklu stuði síðustu ár og unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Nú eru það Íslensku þýðingaverðlaunin sem bætast í hinn flotta hatt skáldsins. Til lukku Eiríkur.
![]() |
Eiríkur Örn fékk þýðingarverðlaunin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
70 DAGAR Í ACT ALONE
23.4.2008 | 12:53
Vá hvað maður er orðinn spenntur ekki nema 70 dagar í leiklistarhátíðina Act alone á Ísafirði. Act alone verður nú haldin fimmta árið í röð dagana 2. - 6. júlí og hefur dagskráin aldrei verið jafnviðamikil og nú í ár. Pælið í því það verða sýndir 24 leikir á þessum fimm dögum og pælið líka í því það er ókeypis inn. Þetta er ekki allt því margt fleira einleikið verður í boði t.d. mun Benóný Ægisson flytja fyrirlestur um það Að reka eins manns leikhús. Nú er unnið að því að raða dagskrá Act alone saman og ætti að vera klár um miðjan maí. Act alone hefur stækkað og dafnað vel frá því hátíðin var fyrst haldin árið 2004. Á Act alone 2008 verða fjölmargar nýjungar og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskrá Act alone verður birt á heimasíðunni www.actalone.net en þar má líka finna allar upplýsingar um hátíðina ásamt ýmsu einleiknu konfekti einsog greinum um þekkta einleikara og innkaupalista einleikarans.
FRUMHERJINN OG HUGSJÓNAMAÐURINN JÓN KR ÓLAFSSON FRÁ BÍLDUDAL
23.4.2008 | 11:48
Á Vestfjörðum og víðar um landið má finna fjölmarga frumherja og hugsjónamenn og konur. Fólk sem hefur hugmyndir og framkvæmir þær og láta ekkert stoppa sig. Því þessir aðilar eru oft með svo geggjaðar hugmyndir sem fáir hafa trú á fyrr en þær eru komnar til framkvæmda og í aktíon. Sem þýðir náttúrulega að fáir eru til í að leggja svona verkefnum lið. En þessir frumherjar eru mjög ástríðufullir og kíla bara á þetta sjálfir leggja einfaldlega allt í sölunar alla sína aura, sparifé, veðsetja húsið sitt, vinna fjórfalda vinnu og þannig mætti lengi telja. Oftar en ekki er það nú svo að þegar þessir frumherjar hafa startað sínu dæmi og standa jafnvel eftir á brjóstarhaldaranum einum þar sem allir aurarnir hafa farið í að framkvæma hugmyndina. Þá loksins fatta allir að þetta sé alveg geggjað dæmi og þá loksins fær verkefnið stuðning. Þetta er þekkt dæmi sérstakalega í listageiranum. Einn af þessum fruherjum og hugsjónamönnum er stórsöngvarinn Jón Kr Ólafsson sem er einkum kunnur fyrir túlkun sína á slagaranum Ég er frjáls með hljómsveitinni Facon frá Bíldudal. Hann átti sér draum um að opna tónlistarsafn á Bíldudal og með þrjóskunni og trú á hugmynd sína opnaði hann Tónlistarsafnið Melódíur minninganna 17. júní árið 2000. Ekki voru margir monnýingamenn sem höfðu trú á þessu þannig að hann gerði þetta bara sjáflur einsog honum einum er lagið. Nú hafa nokkrir kollegar Jóns í músíkinni ákveðið að halda grand tónleika sannkallað Stjörnukvöld á Hótel Sögu dagana 2 og 3 maí með mat, happadrætti og balli á eftir til styrktar Tónlistarsafni Jóns Kr. Það er ekkert annað en landsliðið í músíkinni sem kemur fram nægir að nefna Röggu Gísla, Diddú, Álftagerðisbræður, Raggi Bjarna ofl ofl ofl. Miðasala á þennan stórviðburð er á www.midi.is
Jón Kr hefur gert kraftaverk með safni sínu Melódíur minninganna á Bíldudal og sínir fram á það að ef þú hefur trú á því sem þú ert að gera þá getur allt gerst. Jón Kr á fjölmarga áhangendur um land allt og gaman að segja frá því að nú er komin sérstök heimasíða um kappann:
http://www.drvalsson.com/index.html
Meistari Jón Kr Ólafsson
AÐ FARA Í HITT LEIKHÚSIÐ
21.4.2008 | 15:56
Pólitíkin er jú bara leikhús bara spurning hvort það sé jafnskemmtileg teater og það sem hann er í núna, finnst það nú frekar hæpið. Hinsvegar er Izzard vanur að spinna og það er mjög góður kostur í tíkinni. Ef hann ætlar að skella sér í pólitíkina þá væri breska þingið eitthvað fyrir Izzard það er bara ensog leikhús, menn hrópa og kalla og almennt virðist vera mikið stuð þarna. Því þingmenn bæði púa og hrópa húrra og stundum er klappað held reyndar ekki að menn hendi tómötum og svoddan en gæti þó verið. Held hann þurfi samt að skila kjólinn eftir heima og versla sér jakkaföt og bindi. Það er svosem ekkert nýtt að leikhúsfólk kikki á hitt leikhúsið, tíkina, hér á landi nægir að nefna Kolbrúnu Halldórs og svo var Þórhildur Þorleifs líka á þingi á sínum tíma. Af úttlenskum leikhússtjórnmálaköppum má nefna Ronald Reagan, Clint Eastwood og Arnald Svartsnenegger. Listinn er örugglega lengri og þið megið alveg bæta við hann.
Hinsvegar vona ég að ef Izzard skelli sér í tíkina að hann hætti ekki í uppistandinu sem eru alveg geggjuð.
![]() |
Izzard vill gerast stjórnmálamaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON TÖFF RITHÖFUNDUR
20.4.2008 | 13:11
Gaman af góðum fréttum úr hinum fjöruga og gróskumikla menningarlífi á Vestfjörðum. Hér kemur ein vestfirsk menningarfrétt sem er á hinum stórgóða vef www.vikari.is
Rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, heimsótti nemendur 6. bekkjar Grunnskólans í dag. Að sögn Guðbjargar St. Hafþórsdóttur umsjónarkennara bekkjarins var aðdragandi heimsóknarinnar sá að hún las fyrir nemendurna bókaröðina: Með fiðring í tánum, Tár, bros og takkaskór og Mitt er þitt. Þegar síðastu bókinni var lokið ákváðu nemendurnir að skrifa Þorgrími bréf og lýstu þeir yfir aðdáun sinni á bókunum auk þess sem þeir komu með uppástungur um efni í næstu bækur. Þorgrímur brást skjótt við bréfi nemendanna og svaraði þeim um hæl og sagði m.a. að hann hefði áhuga á koma vestur og hitta þau og gefa þeim bækur.
Draumurinn um komu Þorgríms rættist í dag þegar hann kom færandi hendi og gaf nemendunum 6. bekkjar bókina Undir 4augu. Hann hitti einnig 7.-10. bekk og ræddi við þau um heima og geima. Í frímínútum brá Þorgrímur á leik með krökkunum í skólanum og skellti sér með þeim út og fór í snú snú. 6. bekkur bauð honum síðan í göngutúr þar sem þau gengu um bæinn og kíktu meðal annars á Kjallarann og á höfnina þar sem alltaf er líf og fjör.
BARNABÆKUR Í VESTFIRSKUM HÚSLESTRI Á MORGUN
18.4.2008 | 15:38
Á morgun, laugardag, verður Kómedíuleihúsið og bókasafnið á Ísafirði með Vestfirskan húslestur í Safnahúsinu á Ísó. Að þessu sinni verða vestfirskar barnabækur í aðalhlutverki. Lesið verður úr verkum skáldanna Böðvars frá Hnífsdal og Ólafar Jónsdóttur frá Litlu-Ávík og hefst lesturinn kl.14. Að vanda er aðgangur ókeypis. Bæði þessi skáld áttu talsverðum vinsældum að fagna sem barnabókahöfundar á sínum tíma en hin síðari ár hefur lítil umræða verið um verk þeirra. Segja má að þetta sé svolítill vandi barnabókabransans því almennt er lítið talað um eldri verk einsog t.d. eftir þau Böðvar og Ólöfu. Á laugardag gefst gestum Safnahússins á Ísafirði kostur á að kynna sér verk þessara áður vinsælu barnabókahöfunda að vestan. Jóna Símonía Bjarnadóttir flytur erindi um skáldin og Kómedíuleikarinn les úr verkum þeirra.
GRILLGASKÚT STOLIÐ Á ÍSAFIRÐI - SÖKUDÓLGI BOÐIÐ AÐ SKILA KÚTTNUM Í NÓTT EÐA NÆSTU NÓTT
16.4.2008 | 18:33