Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Vestfirsku dægurlögin - Nýtt söngvasjóv frumsýnt á Kan slóðum
28.3.2012 | 09:34
Það er Vestfirska skemmtifélagið sem setur söngvasjóvið Vestfirsku dægurlögin á svið. Mennirnir í brúnni þar eru Elfar Logi Hannesson, leikstjóri, og Guðmundur Hjaltason, tónlistarstjóri, en þeir hafa síðustu ár sett á svið vinsælar leik- og söngvasýningar fyrir vestan. Söngvarar í sýningunni eru stuðboltarnir Hjördís Þráinsdóttir, Steingrímur Rúnar Guðmundsson og Sveinbjörn Hjálmarsson. Einnig tekur leikkonan Marla Koberstein þátt í sýningunni með einstökum hætti. Dægurlagabandið vestfirska skipa þau Bjarni Kristinn Guðjónsson, Guðmundur Hjaltason, Haraldur Ringsted og Sunna Karen Einarsdóttir.
Kómedíuleikhúsið frumsýnir Náströnd - Skáldið á Þröm
21.3.2012 | 13:05
Um er að ræða einleik byggðan á dagbókum Magnúsar Hj Magnússonar. Allur texti verksins er eftir Magnús sjálfan. Dagbækur Magnúsar voru Halldóri Laxness einmitt innblástur við ritun hans á skáldsögunni Heimsljós og Magnús því fyrirmyndin af Ólafi Kárasyni ljósvíking.
Í verkinu hittum við fyrir skáldið sjálft, þar sem hann situr einn í klefa sínum og afplánar dóm. Á þessum umbrotstíma í lífi sínu kemur hann til dyrana eins og hann er klæddur og leiðir áhorfendur í sannleikan um líf sitt og þrautargöngu. Hann horfist í augu við sjálfan sig og gerir upp fortíð sína á einlægan hátt. Saga Magnúsar er ekki aðeins saga eins manns, heldur saga heillar stéttar í samfélagi sem er að brjóta sér leið út úr moldarkofum og inn í nútímann.
Leikgerð er í höndum Elfars Loga Hannessonar og Ársæls Níelssonar sem einnig fer með hlutverk skáldsins en Elfar Logi leikstýrir. Höfundur tónlistar er tónlistarmaðurinn Jóhann Friðgeir Jóhannsson, einnig þekktur sem 70i, auk þess sem lagið Ljósvíkingur eftir kyndilbera vestfirskrar tónlistar, Mugison, er notað í sýningunni. Ljósahönnuður er Jóhann Daníels Daníelsson.
Uppsetningin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.
Kómedíuleikhúsið fagnar 15 ára afmæli sínu í ár og er leikhúsið meðal elstu starfandi sjálfstæðra leikhúsa í dag. Náströnd â Skáldið á Þröm er fyrri afmælissýning Kómedíuleikhússins en í sumar verður frumsýndur einleikur um annan merkan alþýðulistamann. Eins og áður var getið verður verkið frumsýnt 23. mars og og eru alls 5 sýningar fyrirhugaðar fram að páskum.
Frums. fös 23. mars kl 20.00
2. sýning lau 24. mars kl. 20.00
3. sýning fös 30. mars kl 20.00
4. sýning lau 31. mars kl. 20.0
Galdrasögur - Ný Þjóðleg hljóðbók
20.3.2012 | 09:08
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út nýja Þjóðlega hljóðbók sem heitir Galdrasögur. Að vanda er sótt í hinn magnaða og frábæra þjóðsagnaarf Íslands. Galdrasögur er níunda Þjóðlega hljóðbók Kómedíuleikhússins en þær þjóðlegu hafa notið mikilla vinsælda um land allt enda er hér á ferðinni sérlega vönduð útgáfa á þjóðsögum þjóðarinnar. Alls eru 22 galdrasögur á nýju Þjóðlegu hljóðbókinni hver annarri magnaðri og göldróttari. Meðal sagna á hljóðbókinni Galdrasögur má nefna Galdra-Loftur, Gottskálk biskup grimmi, Allir erum við börn hjá Boga, Viltu skyr skeggi?, Ljósið í hauskúpunni, Sagnarandi kemur upp þjófnaði og Stokkseyrar-Dísa. Lesari er Elfar Logi Hannesson, leikari. Galdrasögur sem og allar Þjóðlegu hljóðbækurnar fást á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is í verslunum um land allt.
Hinar Þjóðlegu hljóðbækurnar eru:
Þjóðsögur úr Vesturbyggð
Þjóðsögur frá Ísafjarðarbæ
Þjóðsögur af Stöndum
Þjóðsögur úr Bolungarvík
Þjóðsögur frá Súðavík
Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum
Bakkabræður og kímnisögur
Draugasögur
Ísafjarðarbær hefur trú á Kómedíunni
19.3.2012 | 10:06
Notaðir blýantar óskast fyrir leiksýningu
6.3.2012 | 12:27
Leikmynd leiksins er að meðal annars gerð úr blýantsstubbum og er nú leitað eftir aðstoð landsmanna. Það vantar nokkur hundruð notaðara blýanta í verkið og ef þú lesandi góður lumar á nokkrum stubbum þá endilega settu þig í samband við okkur.