Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
15 LEIKSÝNINGAR Á 10 DÖGUM
28.9.2007 | 09:45
Í dag lýkur leikferð Kómedíuleikhússins um austurland með sýningu í Fellaskóla á Egilsstöðum. Leikhúsið hefur síðustu tvær vikur verið á ferð um norður og austurland með Gísla Súrsson og Dimmalimm. Það hefur verið í nógu að snúast því á 10 dögum hafa verið sýndar 15 leiksýningar og hlýtur það að teljast dágott sérrílagi þegar er verið að tala um tvo einleiki og hvað þá að sami leikarinn leikur í þeim báðum. Kómedíuleikarinn er þó ekkert orðin lúinn að eigin sögn enda þrjóskur vestfirðingur með eindæmum og ofvirkur í ofanálag. Kómedíuleikhúsið hefur einu sinni áður farið í leikferð um norðurland en þá bara með Gísla Súrsson. Hins vegar hefur leikhúsið aldrei farið leikferð um austurland fyrr en nú og hefur ferðin því verið einstaklega skemmtileg. Það má segja að það séu forréttindi að geta ferðast svona um landið sitt og alltaf kemst maður að sömu niðursöðu: Af hverju hefur maður ekki skoðað Ísland meira. Andstæðurnar eru líka svo rosalega við komum að vestan og höldum norður og þar er allt öðruvísi en hjá okkur fjöllin og meira að segja tungumálið þ.e. norðlenski hreimurinn. Austrið er síðan allt örðu vísi en norðurlandið. Rosalega stór og mikil fjöll og maður vissi það ekki fyrr en nú að sennilega er veturinn mun harðari hér en fyrir vestan. Maður sem hélt alltaf að vestfirðirnir væru vetrastaður landsins en svo virðist ekki vera austrið hefur vinninginn í snjóbísnesnum og mér finnst það nú bara allt í lagi. Er ekkert voða skotinn í þessum snjó meira að segja hættur að fara á skíði þannig að gott mál höfum snjóinn bara hér. Þegar maður ferðast svona um landið fær maður líka gott tækifæri til að kynnast gistihúsum og hótelum á hverjum stað. Kómedían hefur nú þurft að gista nokkur hús á þessari ferð og almennt eru þau bara hugguleg og kósí. Reyndar mætti nú kannski aðeins pæla í að hafa dagblöð uppi en það hefur reyndar verið soldið erfitt að komast í þau á þessari ferð á kaffihúsum og svoddan. Enda svosem nóg að sjá með því að gæast útum gluggann einsog sagir í laginu góða. Á flestum stöðum er morgunmatur innfalinn í gistingunni og reyndar er það svo að á flestum stöðum er hann eins. Nema á einum og fær sá staður hæstu einkunn líka fyrir herbergið en þar getur maður meira að segja helt sér uppá Gevalia neskaffi eða fengið sér Swissi missi. Og vinningshafinn er Gistihúsið Egilsstöðum. Kómedíuleihúsið þakkar öllum skólum fyrir norðan og austan fyrir góð kynni á stíðustu tveimur vikum sjáumst sem fyrst aftur. Nú liggur leiðin í höfuðborgina þar sem Gísli Súrsson ætlar að herja á skólana þar næstu tvær vikur.
Mynd dagsins er af skipinu GÍSLI SÚRSSON frá Grindavík. Það er útgerðafélagið Einhamar sem gerir Gísla út og nýlega festu þeir kaup á nýju skipi sem heitir ja nema hvað Auður Vésteinsdóttir. KómedíuGíslil sendir SkipaGísla kveðju með von um góðan afla.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
GÍSLI SÚRI ÆTTI AÐ FARA Í ALLA SKÓLA LANDSINS
26.9.2007 | 13:11
Kómedíuleikhúsið er enn á leikferð um austurland og í dag voru sýndar tvær sýningar báðar í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Dimmalimm hóf leikinn kl.8 í morgun og Gísli Súrsson tók svo við kl.10. Á Gísla sýningunni var þétt setinn bekurinn en skólinn var svo rausnarlegur að bjóða eldri borgurum Reyðarfjarðar á sýningunna og var það vel til fundið. Allir skemmtu sér hið besta og þá ekki síst Kómedíuleikarinn. Það er óhætt að segja að Kómedíuleikhúsinu hafi verið frábærlega vel tekið á þessari leikferð um landið bæði af nemendum, kennurum og heldri borgurum. Kómedíuleikaranum hlýnaði mikið um hjartaræturnar þegar einn kennarinn sagði að,, það ætti bara að skylda skólana til að taka sýninguna um Gísla Súrsson. Þetta er alveg mögnuð sýning og mikilvægt að krakkarnir fái tækifæri til að sjá sýninguna." Annar kennari á góðum aldri sagði eftir sýningu á Gísla: ,,Þetta er besta leikrit sem ég hef séð." Alltaf gott að fá klapp á bakið og sérlega líst Kómdíuleikhúsinu vel á þá hugmynd að Gísli ætti að fara í alla skóla landsins það væri sko skemmtilegt verkefni. Já það er óhætt að segja að Gísli hafi rúllað vel hann hefur nú verið sýndur um 160 sinnum og vonandi erum við bara rétt að byrja. Enda eru Íslendingasögurnar svo magnaðar að mikilvægt er að vinna með þær og gera þeim skil á leiksviðinu sem og í myndlist eða öðrum listum. Á morgun verða Dimmalimm og Gísli á fjölunum á Eskifirði og hefst leikurinn kl.10 í fyrramálið.
Mynd dagsins er Íslenskir einleikir. Þetta er mynd af kápu samnefndrar bókar sem Kómedíuleikhúsið gaf út og inniheldur 11 leiki allt frá Gísla Súra til Hins fullkomna jafningja. Þeir sem vilja festa kaup á þessu einstaka riti geta sent tölvupóst á Komedíu komedia@komedia.is og verðið er náttúrulega alveg einleikið eða 1.500 kall.
AUSTRIÐ HEILLAR
24.9.2007 | 19:50
Kómedíuleikhúsið er nú komið á austurland eftir velheppnaða ferð um norðurland. Í dag var sýning mitt á milli fjórðungana eða á Þórshöfn þar fór Dimmalimm mikinn í félagsheimilinu við góðar undirtektir en um 100 áhorfendur voru á sýningunni. Stefnan var nú tekin á Neskaupstað og er það nú nokkur bíltúr að fara frá Þórshöfn en skemmtileg leið. Því miður sáust engin hreindýr á rúntinum í dag enda var nú frekar vetrarlegt á fjöllum, eiginlega leist nú Kómedíuleikaranum ekkert á blikuna stundum enda á sumardekkjunum og á heiðin frá Vopnafirði sem heitir nú sennilega Vopnafjarðarheiði samt ekki viss, var bara skafrenningur og moksturstæki á ferð. En engin hreindýr og heldur engin þoka, gleymdi nú að nefna hana en kannski er bara allt of kalt fyrir svoddan. Þessi heiði var líka fjarska löng og virtist engan enga taka enda var nú svosem ekki farið hratt yfir sökum vetrarfærðar. En niður komst Kómedíuvagninn í gegnum Egilsstaði, Reyðarfjörð og þarf vart að taka fram hvað vakti athygli þar. Jú álið þetta eru rosalega stórar byggingar maður vá og bara allt í kringum þetta er svo stórt. Svo var komið á Eskifjörð og loks upp Oddskarð þetta er nú ekkert smá fjall og göngin sem kend eru við Odd eru nú frekar mjó verður maður að viðurkenna. En í gegn komst Kómedíuvagninn og fékk vænan þvott á bílaplaninu á Neskaupsstað eftir afrek dagsins. Á morgun verður síðan Gísli Súrsson á fjölunum í Verkmenntaskóla Austurlands. Næstu daga verður Kómedía svo á ferðinni um austurland á miðvikudag á Reyðarfirði, fimmtudag á Eskifirði og austurlandsleiknum líkur síðan á Egilsstöðum á föstudag. Mynd dagsins er úr myndasafni Kómedíuleikhússins og er tekin af ónefndum áhorfenda á sögufrægri sýningu á Gísla Súrssyni eða í Geirþjófsfirði, rétt fyrir neðan Einhamar þar sem Gísli lauk sinni æfi, sumarið 2006.
Risi og skíðastökkpallur
22.9.2007 | 12:34
Í gær lauk leikferð Kómedíuleikhússins um Norðurland en alls voru sýndar 8 leiksýningar á 5 dögum og er Kómedían þakklát fyrir góðar viðtökur á öllum stöðum. Loka sýningin var í leikskólanum Álfasteini þar sem nornin Bauja fór á kostum í ævintýrinu um Dimmalimm. Reyndar varð nú smá span á leikhúsinu þann morgunin. Að vanda var Kómedíuleikarinn mættur 50 mín. fyrir sýningu en það tekur alltaf nokkurn tima að bera leikmyndina inn, stilla henni upp, setja upp ljós og svona, og áfangastaðurinn stóð bókaður Grunnskólinn Þelamörk. En ops eitthvað hafði það skolast til í bókhaldinu því sýningin átti að vera í leikskólanum í þeirri góðu sveit en ekki í grunnskólanum. Vorum við því búin að aka fram hjá þeim ágæta skóla því hann er eiginlega á Akureyri eða rétt hjá Húsasmiðjunni´(hvað er maður nú að skrifa það hér leikhúsið fær reyndar smá afslátt hjá þeim en bara 8% en jæja þetta lýsir staðháttum best). Leikarinn stóð þá einsog svo oft áður einsog álfur út úr hól en skundaði af stað í leikskólann Álfastein. Þegar þangað var komið var hálftími í sýningu og sjaldan hefur leikarinn verið jafn snöggur að gera allt klárt því tveimur mínútum áður en sýningin átti að hefjast kl.9.43 var allt tilbúið og kl.9.45 hófst sýningin einsog planað var. Allt samkvæmt áætlun einsog einhver sagði í frægu leikriti man ekki hverju jú var það ekki Kardóbærinn eða hitt Egner stykkið, skiptir ekki. Sýningunni var vel tekið á Álfasteini og ekki spillti að fá gómsæta klatta og gott kaffi á eftir, takk fyrir okkur. Stefnan var nú tekin á Siglufjörð þar sem Kómedíuleikarinn ætlar að vera yfir helgina hjá Tóta bróður. Það tekur nú smá tíma að aka á Sigló frá Akueyri en margt að sjá. Ók í gegnum Dalvík þar sem Jóhanni risa Péturssyni er gerð skil með stóru skylti þar rétt hjá Byggðasafni bæjarins. Margt skemmtilegt að sjá á Dalvík, lítill og sætur gosbrunnur og kirkjan er líka flott. Þarna er líka kaffihús en eitthvað er nú rólegt þar yfir vetratímann því það var bara hægt að fá kaffi eða hádegismat ekkert kruðerí enda engin þörf á því í kuldanum. Næsti áfangastaður Ólafsfjörður. Alltaf er nú jafnskrítið að sjá þennan skíðastökkpall þarna í bænum en samt er þetta mjög skemmtilega absúrd eitthvað. Svo vekur sérstaka athygli þessi flottu bjálkahús við enda bæjarins, væri alveg til í að leigja svona hús í einhvern tíma og njóta lífsins. Láheiðin tók svo við, svo göng strákanna og sídarbærinn Sigló. Á morgun, sunnudag, leggur Kómedíuleikhúsið svo af stað austur á firði. Fyrsti áfangastaður er Þórshöfn og verður Dimmalimm á fjölunum í Félagsheimilinu kl. 10.
Mynd dagsins er tekin á einhverri skólasýningu á Gísla Súrssyni, svaka fílingur í Kómedíuleikaranum.
BESTA BÚLLAN Á AKUREYRI
20.9.2007 | 15:34
KÓMEDÍULEIKHÚSINU VEL TEKIÐ Á NORÐURLANDI
19.9.2007 | 12:26
KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ Á FERÐ UM LANDIÐ
17.9.2007 | 14:47