AUSTRIÐ HEILLAR

Kómedíuleikhúsið er nú komið á austurland eftir velheppnaða ferð um norðurland. Í dag var sýning mitt á milli fjórðungana eða á Þórshöfn þar fór Dimmalimm mikinn í félagsheimilinu við góðar undirtektir en um 100 áhorfendur voru á sýningunni. Stefnan var nú tekin á Neskaupstað og er það nú nokkur bíltúr að fara frá Þórshöfn en skemmtileg leið. Því miður sáust engin hreindýr á rúntinum í dag enda var nú frekar vetrarlegt á fjöllum, eiginlega leist nú Kómedíuleikaranum ekkert á blikuna stundum enda á sumardekkjunum og á heiðin frá Vopnafirði sem heitir nú sennilega Vopnafjarðarheiði samt ekki viss, var bara skafrenningur og moksturstæki á ferð. En engin hreindýr og heldur engin þoka, gleymdi nú að nefna hana en kannski er bara allt of kalt fyrir svoddan. Þessi heiði var líka fjarska löng og virtist engan enga taka enda var nú svosem ekki farið hratt yfir sökum vetrarfærðar. En niður komst Kómedíuvagninn í gegnum Egilsstaði, Reyðarfjörð og þarf vart að taka fram hvað vakti athygli þar. Jú álið þetta eru rosalega stórar byggingar maður vá og bara allt í kringum þetta er svo stórt. Svo var komið á Eskifjörð og loks upp Oddskarð þetta er nú ekkert smá fjall og göngin sem kend eru við Odd eru nú frekar mjó verður maður að viðurkenna. En í gegn komst Kómedíuvagninn og fékk vænan þvott á bílaplaninu á Neskaupsstað eftir afrek dagsins. Á morgun verður síðan Gísli Súrsson á fjölunum í Verkmenntaskóla Austurlands. Næstu daga verður Kómedía svo á ferðinni um austurland á miðvikudag á Reyðarfirði, fimmtudag á Eskifirði og austurlandsleiknum líkur síðan á Egilsstöðum á föstudag. Mynd dagsins er úr myndasafni Kómedíuleikhússins og er tekin af ónefndum áhorfenda á sögufrægri sýningu á Gísla Súrssyni eða í Geirþjófsfirði, rétt fyrir neðan Einhamar þar sem Gísli lauk sinni æfi, sumarið 2006.

gísli súri 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband