Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

EINLEIKIN MYNDLIST Á ACT ALONE 2008

Einsog áður hefur komið fram verður ekki bara boðið uppá leikverk á Act alone 2008. Þegar hefur verið sagt frá danssýningum sem verða nú í fyrsta sinn partur af Act alone en alls verða sýnd þrjú einleikin dansverk. Árið 2005 varð tónlistin partur af einleikna prógraminu þegar Hörður Torfa steig á stokk og síðan þá hefur ávallt verið boðið uppá eins manns tónleika. Í fyrra kom síðan myndlistin inn og í ár verða tvær myndlistarsýningar sem báðar verða sýndar í Félagsheimilinu í Haukadal í Dýrafirði.

Act alone 2008

Sunnudagur 6. júlí

Kl.16.00.    Félagsheimilið Haukadal Dýrafirði

TVÆR MYNDLISTARSÝNINGAR:

GÍSLA SAGA SÚRSSONAR Í MYNDUM

billa3
Íslendingasögurnar hafa löngum verið listamönnum innblástur og ófáir hafa gert myndverk eða leikrit sem sótt eru í þessi merku bókmenntaverk. Listakonan Marsibil G. Kristjánsdóttir hefur nú bæst í þennan hóp og í þessari sýningu vinnur hún með þekktar setningar úr Gísla sögu Súrssonar sem hún túlkar í einstökum verkum. Þess má geta að þessi sýning er sýnd samtímis á þremur sögustöðum Gísla sögu, í Haukadal, í Arnarfirði og á Barðaströnd.


 

VESTFIRSKIR EINFARAR

Einstök myndlistarsýning á verkum eftir listahjónin Gunnar Guðmundsson og Guðmundu Jónu Jónsdóttur frá Hofi í Dýrafirði. Bæði fóru sínar eigin leiðir í listinni og eru því í hópi svonefndra einfara í hinum íslenska myndlistarheimi.


VÖLUSPÁ Á RÚSSNESKU

Þrjár erlendar sýningar verða á Act alone leiklistarhátíðinni á Ísó. Áður hafa verið kynntar tvær erlendar sýningar Chck with a trick frá Búlgaríu og Fragile frá Tékklandi. Þriðja erlenda sýningin kemur frá Rússlandi og er Völuspá í leikgerð leikhópsins. Sannarlega athygliverð sýning sem vert er kikka á ekki á hverjum degi sem erlend leikhús vinna með jafn magnaðan íslenskan sagnaarf og Völuspá.

voluspá

Act alone 2008

Laugardagur 5. júlí

Kl. 20.00.   Edinborgarhúsið

VÖLUSPÁ

Theater Laboratory

Leikari: Oxana Svoyskaya

Brúður og búningar: Lana Andreeva, Alya Lipina

Leikstjórn: Vadim Maksimov

Í þessu verki vinnur Teatralanaya Labortaoriya eftir aðferðum Antonin Artaud þar sem ekki er unnið með eiginleg leikverk heldur epísk.

Óðinn æðstur allra guða krefst þess af völvu að hún lesi úr draumum Baldurs sonar síns. Úr draumunum les valva dauða Baldurs og upphaf Ragnaraka.


ELDFÆRIN Á ACT ALONE

Act alone 2008

Laugardagur 5. júlí

Kl.13.00.    Edinborgarhúsið

 ELDFÆRIN

Stoppleikhópurinn

Höfundur: H.C.Andersen

Leikgerð: Stoppleikhópurinn

Leikari: Eggert Kaaber

Leikmynd, búningar: Leikhópurinn

Leikstjóri: Margrét Kaaber

Ævintýraeinleikur byggður á einni þekktustu sögu skáldsins. Ævintýrið segir frá dáta nokkrum sem hittir norn á förnum vegi, hún biður hann að sækja eldfærin sín niður í tré þar rétt hjá en því fylgir að hann þarf að hitta þrjá stóra hunda sem sitja á peningakistum. Dátinn samþykkir þetta.......og fer síðan af stað skemmtileg og spennandi atburðarás sem allir þekkja. Leiksýningin er blanda af skuggaleikhúsi, söng, leik og fiðluleik.


TVÍLEIKUR Á EINLEIKJAHÁTÍÐ

Það verða ekki bara sýndir einleikir á einleikjahátíðinni Act alone á Ísafirði í sumar því einnig verður boðið uppá tvíleiki. Þegar hefur einn tvíleikur verið kynntur hér á Kómíska blogginu og nú verður hinn tvíleikurinn á Act alone dagskránni kynntur:

Act alone 2008

Föstudagur 4. júlí

Kl.16.30.    Edinborgarhúsið

ÉG BIÐ AÐ HEILSA

Kómedíuleikhúsið

Leikari: Elfar Logi Hannesson
Tónlistarmaður: Þröstur Jóhannesson

Ég bið að heilsa er ljóðaleikur byggður á verkum Jónasar Hallgrímssonar, Listaskáldsins góða. Flutt eru mörg af ástsælustu ljóðum skáldsins í leik, tali og tónum. Meðal ljóða má nefna Gunnarshólma, Sáuð þið hana systur mína, Ferðalok, Vísur Íslendinga og að sjálfsögðu Ég bið að heilsa. Elfar Logi flytur ljóðin í leik og tali og Þröstur Jóhannesson flytur frumsamda tónlist við ljóð Jónasar.

 


LÍFIÐ HANS LEIFS OG ENGLAR Í SNJÓNUM

Fimmtudagur 3. júlí á Act alone 2008

Kl. 22.00.  Hamrar

FYRIRLESTUR UM ,,LÍFIД HANS LEIFS

Leikari, höfundur, leikstjóri: Leifur Þór Þorvaldsson

Í verkinu er gert grein fyrir undarlegum atvikum og staðreyndum úr lífi höfundarins sem gætu varðað okkur öll. Í verkinu takast á raunveruleikinn og gerfiheimur leiksviðsins í leitinni að hinni óræðu línu sem sker á milli raunverunar og draumaheimsins.

 Kl.22.30.   Hamrar

ENGLAR Í SNJÓNUM

Höfundur: Unnur Guttormsdóttir 
Leikari: Hörður S. Dan

Leikstjórn: Sigrún Óskarsdóttir 

Lítið verk um súrsætar minningar Harðar. Hann dregur hverja upplifun æsku sinnar á fætur annarri úr hugskoti sínu og deilir þeim með okkur á hugljúfan hátt. En á bakvið minningarnar dvelur sagan um einmana dreng og hans raunir.


KÍNKI SKEMMTIKRAFTUR AÐ SUNNAN

Kínki skemmtikraftur að sunnan á Act alone 2008

Fimmtudagur 3. júlí á Act alone 2008

KL. 20.00. Hamrar

KÍNKI SKEMMTIKRAFTUR AÐ SUNNAN

Flytjandi: Kinkí

Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason

Tónlist og texti: Benóný Ægisson (já svo eru víst nokkur tökulög)

Kinkir Geir Ólafsson er söngvari og mannkynsfræðari. Hann er líka með hjartað fullt af ást sem hann úthellir á kertaljósakonsertum sínum. En umfjöllunarefnið er ekki bara ástin. Nei þetta er líka upplýsandi dagskrá fyrir úthverfalið og aðra sveitamenn. Kinkí mun meðal annars leiða dreifbýlingana í allan sannleika um átthaga sína, nafla alheimsins: 101 Reykjavík þar sem æðiliðið býr.


SUPERHERO Á ACT ALONE 2008

 

Föstudagur 4. júlí á Act alone Ísafirði

Kl.22.00                     Edinborgarhúsið

SUPERHERO

Jaðarleikhúsið

Höfundur, leikstjórn: Eyrún Ósk Jónsdóttir

Leikari: Erik Hakansson

Superhero er dramatískur gamanleikur um Peter Brown, ungann mann er býr við stöðugt ofríki foreldra sinna. Þegar foreldrar hans falla skyndilega frá þarf hann að læra að taka sínar eigin ákvarðanir, áskorun sem í hans augum eru nánast óyfirstíganleg. Hann leitar því leiðsagna hjá ofurhetjunum sem hann kynntist í barnæsku.

Erik Hakansson, leikari, útskrifaðist með MA gráðu í leiklist frá Rose Bruford leiklistarháskólanum í London 2007. Hann er Sænskur en er búsettur í Ungverjalandi þar sem hann starfar sem leikari. Hann starfar einnig við talsetningar á teiknimyndum.

Eyrún Ósk Jónsdóttir, höfundur og leikstjóri,  útskrifaðist frá Rose Bruford leiklistarháskólanum í London 2005. Hún er ein af stofnendum alþjóðlega leikhópsins Dan Kai Teatro og rekur Jaðarleikhúsið í Hafnarfirði. Önnur leikrit eftir hana eru Beauty, sem sýnt var í Oval House Theatre og Latchmere Theatre í London og Tjarnarbíó af leikhópnum Zecora Ura, og Fear sem sýnt var í Rose Theatre, London og Leikfélagi Hafnarfjarðar af leikhópnum Dan Kai Teatro. Hún er einnig höfundur og leikstjóri af stuttmyndinn Gaflarar sem kom út árið 2006. Eyrún starfar líka sem leiklistar kennari og leikari.

Jaðarleikhúsið er starfrækt í Hafnarfirði. Það var stofnað árið 2006. Megin markmið Jaðarleikhúsins eru að skapa rými fyrir unga listamenn til þess að koma list sinni á framfæri og að vera frumkvöðull af menningarskiptum við erlenda listamenn. Jaðarleikhúsið hefur áður sett upp Agnes High Quality í leikstjórn Gemmu Rowan, kvikmyndina Gaflarar í leikstjórn Eyrúnar Óskar Jónsdóttur í samstarfi við ÍTH, Performance Event í samstarfi við Dan Kai Teatro, Andsetin í samstarfi við leikfélag Flensborgar og Simbi og ljónalandið í leikstjórn Ívars Helgasonar. 


EINLEIKINN DANS Á ACT ALONE 2008

 

Fjölmargar nýjungar verða á Act alone leiklistarhátíðinni sem verður haldin dagna 2. - 6. júlí í einleikjabænum Ísafirði. Nú verður ekki bara leikið heldur líka dansað og verður boðið uppá þrjár danssýningar. Einnig er rétt að minna á það að nú er hægt að nálgast dagskrá Act alone 2008 á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net

Laugardagur 5. júlí á Act alone 2008 

Kl.14.00.    Edinborgarhúsið

BLÚSKONAN EINLEIKINN BLÚSVERKUR

Höfundur, flytjandi: Saga Sigurðardóttir

Blúskonan spratt upp á vormánuðum, og tók sér form sem einleikur eftir dansarann Sögu Sigurðardóttur.

Með blúsverk er átt við ýmis hjartans óþægindi, nokkuð sem einhvers staðar einu sinni var kallað að vera hrjáður af bláu djöflunum. Þessir kvillar, sem eiga til að þjaka mannshjartað í vonbrigðum og ástarsorg meðal annars, voru þá sagðir brjótast út einsog bláir djöflar sem fengu svitann til að spretta fram á enninu og barka til að murra í örvæntinu í þremur hljómum. 

Einleikurinn fagnar þessari tregafullu en jafnframt tæru tengingu við mannsálina, þessa sem veldur Maggie’s farm-um og bitrum i-just-want-to-make-love-to-you- um

…og um leið er hann óumflýjanlega helgaður ástinni, baráttu góðs og ills, svitabogum og endurteknum ljóðlínum á móti einni stakri.

 Kl. 15.00.   Edinborgarhúsið

LANGBRÓK

JÓI

Pars pro toto

Danshöfundur / dansari: Lára Stefánsdóttir

Tónhöfundur: Guðni Franzson

Hljóðfæraleikur: Blástur og fl. Guðni Franzson, gítar Hilmar Jensson, glös Matthías Hemstock

Myndverk: Ragnhildur Stefánsdóttir

Á Act alone hátíðinni á Ísafirði 2008 verður í fyrsta sinn sýndur samruni tveggja sjálfstæðra dansverka eftir Láru Stefánsdóttur; Langbrók og Jóa.  Kóreógrafía beggja verka er eftir Láru Stefánsdóttur, tónlist eftir Guðna Franzson en leikmynd er hönnuð af Ragnhildi Stefánsdóttur myndlistarmanni. Langbrók var frumsýnd á sóló dans-festivali KIT, í Kaupmannahöfn í ágúst 1999 og vakti þar mikla athygli en einnig snerti hún viðkvæman streng í Færeyingum þegar þeir sáu hana á fyrstu Listahátíð í Norðurlandahúsinu í ágúst ári síðar.  Langbrók byggir á lífshlaupi samnefnds glæsikvendis úr Njálu og tekur um 20 mínútur í flutningi þeirra Láru Stefánsdóttur og Guðna Franzsonar.  Langbrók var sýnd í Íslensku Óperunni á  Menningarnótt í Reykjavík 1999, á sýningu Pars Pro Toto í Þjóðleikhúsinu 2001 og í Berlin í nóvember síðastliðinn.

Jói (2002) var frumsýndur í Stuttgart í þýskalandi vorið 2002 þar sem verkið hlaut 1. verðlaun í samkeppni danshöfunda. Viss um að inní ástinni er allt sem þú leitar og að ástin skiptir öllu máli.  Skríður inn í rósótt sængurver á gröf, í kirkjugarði, sofnar og vaknar upp í svarta myrkri og úr myrkrinu þyrlast hvítt fiður.  Veist að þú ert inní ástinni og að ástin er hlý, mjúk og kitlandi.  Verkið er byggt á sögu Elísabetar Jökulsdóttur, Sængurverafiðrið.


DAGSKRÁ ACT ALONE 2008 ER EKKERT LEYNDARMÁL LENGUR

Dagskrá leiklistarhátíðarinnar Act alone 2008 er nú hægt að nálgast á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net Act alone verður haldin dagana 2. - 6. júlí á Ísafirði og er óhætt að fullyrða að dagskráin sé algjört dúndur. 24 sýningar, leiklistarnámskeið og kennslustund í að reka eins manns leikhús verður boðið uppá á þessari einu árlegu leiklistarhátíð Íslands. Og pælið í því að það er ÓKEYPIS Á ACT ALONE. Nú er bara að skella sér inná www.flugfelag.is og panta sér flug á Ísafjörð 2. júlí svona áður en allar vélar fyllast. Það er líka hægt að aka tekur ekki nema 6 tíma að skuttlast þetta úr borginni í einleikjabæinn Ísafjörð.

TÉKKNESK SÝNING Á ACT ALONE 2008

Þrjár erlendar sýningar verða á Act alone 2008. Ein þeirra kemur frá tékkneska leikhópnum Krepsko og nefnist Fragile.

FRAGILE
Föstudaginn 4. júlí kl.20.00 í Edinborgarhúsinu.
Krepsko
Handrit: Krepsko, Darinka Giljanovié
Byggt á hugymynd: Darinka Giljanovié, Linnea Happonen, Petr Lorenc
Leikari, leikstjórn: Linnea Happonen
Lýsing: Petr Lorenc
Tónlist: Luis Fiestas
Sérstakur gestur: Jirí Zeman
Lengd: 45 mínútur

FRAGILE er leikverk sífelldri þróun, við fylgjumst persónulega með leikpersónunni Laura úr verkinu Glass Menagerie eftir Tennesse Williams. Laura leiðir okkur í gegnum sitt brothætta umhverfi og hugarástand í þrúgandi þögn, þar sem allar nýir og óvæntir atburðir hafa miklar afleiðingar í för með sér. Gegnum hennar viðkvæma háttarlag drögumst við dýpra og dýpra inní hljóða en jafnramt einmannalega tilveru hennar. FRAGILE er sjónrænt verk þar sem rýmið verður eitt með leikaranum. FRAGILE er sýning sem er uppfull af smáatriðum og óvæntum atvikum þar sem áhorfandinn dregst inní hugarheim Lauru. Sá heimur er brothættur og þarf óneitanlega að byggja upp að nýju. FRAGILE er um margt sérstök sýning þar sem leikkonan hreyfir sig lítið sem ekkert og mikið er gert uppúr sjónrænn upplifun með aðstoð ljósa. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband