15 LEIKSÝNINGAR Á 10 DÖGUM

Í dag lýkur leikferð Kómedíuleikhússins um austurland með sýningu í Fellaskóla á Egilsstöðum. Leikhúsið hefur síðustu tvær vikur verið á ferð um norður og austurland með Gísla Súrsson og Dimmalimm. Það hefur verið í nógu að snúast því á 10 dögum hafa verið sýndar 15 leiksýningar og hlýtur það að teljast dágott sérrílagi þegar er verið að tala um tvo einleiki og hvað þá að sami leikarinn leikur í þeim báðum. Kómedíuleikarinn er þó ekkert orðin lúinn að eigin sögn enda þrjóskur vestfirðingur með eindæmum og ofvirkur í ofanálag. Kómedíuleikhúsið hefur einu sinni áður farið í leikferð um norðurland en þá bara með Gísla Súrsson. Hins vegar hefur leikhúsið aldrei farið leikferð um austurland fyrr en nú og hefur ferðin því verið einstaklega skemmtileg. Það má segja að það séu forréttindi að geta ferðast svona um landið sitt og alltaf kemst maður að sömu niðursöðu: Af hverju hefur maður ekki skoðað Ísland meira. Andstæðurnar eru líka svo rosalega við komum að vestan og höldum norður og þar er allt öðruvísi en hjá okkur fjöllin og meira að segja tungumálið þ.e. norðlenski hreimurinn. Austrið er síðan allt örðu vísi en norðurlandið. Rosalega stór og mikil fjöll og maður vissi það ekki fyrr en nú að sennilega er veturinn mun harðari hér en fyrir vestan. Maður sem hélt alltaf að vestfirðirnir væru vetrastaður landsins en svo virðist ekki vera austrið hefur vinninginn í snjóbísnesnum og mér finnst það nú bara allt í lagi. Er ekkert voða skotinn í þessum snjó meira að segja hættur að fara á skíði þannig að gott mál höfum snjóinn bara hér. Þegar maður ferðast svona um landið fær maður líka gott tækifæri til að kynnast gistihúsum og hótelum á hverjum stað. Kómedían hefur nú þurft að gista nokkur hús á þessari ferð og almennt eru þau bara hugguleg og kósí. Reyndar mætti nú kannski aðeins pæla í að hafa dagblöð uppi en það hefur reyndar verið soldið erfitt að komast í þau á þessari ferð á kaffihúsum og svoddan. Enda svosem nóg að sjá með því að gæast útum gluggann einsog sagir í laginu góða. Á flestum stöðum er morgunmatur innfalinn í gistingunni og reyndar er það svo að á flestum stöðum er hann eins. Nema á einum og fær sá staður hæstu einkunn líka fyrir herbergið en þar getur maður meira að segja helt sér uppá Gevalia neskaffi eða fengið sér Swissi missi. Og vinningshafinn er Gistihúsið Egilsstöðum. Kómedíuleihúsið þakkar öllum skólum fyrir norðan og austan fyrir góð kynni á stíðustu tveimur vikum sjáumst sem fyrst aftur. Nú liggur leiðin í höfuðborgina þar sem Gísli Súrsson ætlar að herja á skólana þar næstu tvær vikur.

Mynd dagsins er af skipinu GÍSLI SÚRSSON frá Grindavík. Það er útgerðafélagið Einhamar sem gerir Gísla út og nýlega festu þeir kaup á nýju skipi sem heitir ja nema hvað Auður Vésteinsdóttir. KómedíuGíslil sendir SkipaGísla kveðju með von um góðan afla.

gísli bátur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband