STEINN STEINARR MEÐ CHEERIOSINU

Kómedíuleikarinn fær sér Cheerios á morgnanna einsog svo margir aðrir. Meðan hann skóflar í sig þessum þjóðlega morgunverði les hann gjarnan á morgunkornspakkann. Lesefnið er sérlega skemmtilegt núna því á annari hliðinni eru teiknaðar myndir af ýmsum listamönnum. Meðal þeirra er eitt af uppáhöldum Kómedíuleikarans meistari Steinn Steinarr og um hann er ritaður þessi texti: Steinn Steinarr hét réttu nafni Aðalsteinn Kristmundsson. Ljóð hans eru talin upphaf íslenskra nútímaljóðlistar. Þekktasta ljóð hans er Tíminn og vatnið." Aðrir höfðingjar sem eru heiðraðir af Cheerios kompaníinu eru Megas, William Shakespeare og Woody Allen. Fyrir neðan teikningarnar er svo þessi texti: Rannsóknir sýna að heilbrigt mataræði styrkir varnir líkamans gegn ýmsum kvillum....." Nú er það nú ábyggilega ekki þannig meint að fyrrnefndir spekingar séu nefndur kvilli og að maður geti losnað undan þeim með því að borða Cheerios. Að gríni splepptu þá er þetta sniðugt menningarframtak hjá Cheerios mönnum og konum að kynna fyrir æskunni merka listamenn sem hafa haft mikil áhrif í listaheiminum í gegnum tíðina. Á baki pakkans eru svo líka margar fleygar setningar og þar skákar öllum öðrum Megas með heilræðið: Ef þú smælar framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig. Þetta er auka morgunkorn og gott veganesti við átök dagsins.

Kómedíuleikarinn sem Steinn Steinarr í uppfærslu Kómedíu árið 2003.

steinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband