EINLEIKIN JÓLASTEMNING Á JÓLAFRUMSÝNINGU

Áhorfendur streyma inní Tjöruhúsið ævintýrahús jólasveinanna kaupa sér kannski smá jólanammi finna sér gott sæti. Svo slær klukkan 14.00. Ljós niður og sýningin hefst. Leikurinn er sannkallað ævintýri þar sem gömlu íslensku jólasveinarnir leika af alls oddi grínast og syngja hver með sínu nefi. Unglingspilturinn skilur ekkert í þessu er í fyrstu ekki að fíla það að vera staddur hér uppi á fjöllum þar sem er ekki einu sinni gemsasamband. Verst af öllu er þó að hann finnur ekki það sem hann leitar að. Amma hans hafði sent hann uppá fjöll til að leita af kúnni Búkollu sem hefur strokið af bænum einn ganginn enn. En allt fer vel á endanum og strákurinn fer bara að fíla jólasveinana og þegar hann loks finnur Búkollu er lífið geggjað. Reyndar hafði kúinn minnkað meira en góðu hófi gegnir þar sem jólasveinarnir höfðu mjólkað kúnna aðeins of mikið enda var mikið mjólkurleysi í hellinum korter fyrir jól. En þegar þeir voru komnir með 200 lítra af mjólk sem sumir sögðu reyndar að væri 600 lítrar þá var komið nóg í jólagrautinn hennar Grýlu. Ævintýri gerast enn og pilturinn kveður sveinanna áður en hann fer með Búkollu, í rassvasanum, heim til ömmu. Ljós niður. Áhorfendur klappa og klappa og klappa. Leikari þakkar fyrir sig og aðrir listamenn sýningarinnar eru kallaðir á svið og þakkað frábært framlag til sýningarinnar. Ljós kveikt í sal og inn kemur vagn með dýrindis jólaveitingum. Heitu súkkulaði með rjóma og heimabökuðum smákökum. Menn taka tal saman og stemningin er frábær. Einhvern veginn svona fór frumsýningin á jólaleiknum Jólasveinar Grýlusynir fram. Og nú fyrst byrjar ævintýrið 2. sýning á morgun UPPSELT á hana. Næstu sýningar eru um næstu helgi laugardaginn 24. nóv. og sunnudaginn 25. nóv. og hefjast kl.14.00 en leikhúsið er opnað hálftíma fyrir sýningu. Miðasala á sýningar næstu helgar eru í fullum gangi á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband