JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR MEÐ JÓLALEGAN JÓLALEIK

Jólasveinar Grýlusynir eru sannarlega komnir í jólaskap því á frumsýningu kynntu þeir til sögunnar glæsilegan jólaleik. Hafa þeir náð samstarfi við hina frábæru verslun Hamraborg á Ísafirði sem taka þátt í ævintýrinu. Leikurinn er einfaldur en veglegur, aðgöngumiðinn á sýninguna er lykillinn á leiknum. Aðeins þarf að merkja kortið og skila því í Hamraborg og þá ertu komin í jólapott Jólasveinanna. Á baki aðgöngumiðans segir Stúfur jólasveinn frá leiknum um leið og hann þakkar gestum komuna. Best að gefa honum orðið:

,,Jæja krakka pakkar! Mikið var nú gaman í dag, ég hlakka sko alveg rosa mikið til jólanna. Finnst þér jólakortið (aðgöngumiðinn innsk. Kómedíu) okkar sveinanna ekki flott? Það er nú gott. En þetta er nú ekkert venjulegt jólakort. Að sýningu lokinni og þegar þú ert búinn að fá þér heitt súkkulaði og smákökur (innifalið í miðaverði innsk. Kómedíu) þá væri sniðugt að þramma í Hamraborg því þar bíða þín girnileg jólatilboð. Ekki nóg með það heldur skaltu líka merkja kortið þitt og setja það í Grýlupottinn, úps, nei ég meina í jólapottinn í Hamraborg. Á Kjötkróksdegi, á Þorláksmessu, verður svo dregið úr pottinum um fjölda vinninga. Vinngaskráin verður birt á heimasíðu Kómedíu. Fyrir að skila kortinu færðu verðlaun frá Stekkjastaur og það er auðvitað súkkulaðistaur í verðlaun. Hlakka svo til að sjá þig aftur. Þinn vinur í fjöllunum, Stúfur sem alltaf er svo ljúfur."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband