JÓLSTEMNING Á ÍSÓ Á MORGUN

Það verður sannkölluð jólastemning á Ísó á morgun. Kómedíuleikhúsið sýnir jólaleikritið vinsæla Jólasveinar Grýlusynir í Tjöruhúsinu kl.14.00. Þetta er fimmta sýning á leiknum sem hefur vakið mikla athygli vestra enda er hér á ferðinni vandað alíslenskt jólaleikrit um gömlu jólasveinana. Að lokinni sýningu er að vanda boðið uppá heitt súkkulaði og heimabakaðar smákökur. Klukkutíma eftir sýningu eða kl.16. verður síðan kveikt á jólatrénu á Ísafirði sem er staðsett á Silfurtorgi að vanda. Þar verður boðið uppá vandaða jóladagskrá söng og sprell m.a. verður sýnt brot úr Jólasveinar Grýlusynir. Að sjálfsögðu munu svo jólasveinar mæta á staðinn en það eru þeir Hurðaskellir og Stúfur en þeir hafa herjað á Vestfirði síðastliðin ár einsog þeim einum er lagið.

komiskir jolasveinar Askasleikir, Bjúgnakrækir og unglingspilturinn í Jólasveinar Grýlusynir.

Mynd: Halldór Sveinbjörnsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband