ANNÓ KÓMEDÍ 2007

Gleðilegt Kómískt ár allir með ósk um mikla Kómedíu í allt ár. Annáll Kómedíuleikhússins 2007 er kominn á netið á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is um að gera að vippa sér þangað og ná í Kómískan lestur. Árið 2007 var sannarlega Kómískt og skemmtilegt og alveg hellingur sem var gert. Nefni bara það helsta nokkrir nýjir einleikir voru frumfluttir allt frá Skrímslum til Jólasveina Grýlusona. Kómedíuleikhúsið stóð fyrir Act alone leiklistarhátíðinni og var það fjórða árið í röð sem þessi einleikna og eina árlega leiklistarhátíð á landinu var haldin. Rétt er að benda áhugasömum á heimasíðu Act alone www.actalone.net þar má lesa allt um hátíðna frá upphafi auk þess er þar heilmikill upplýsingabanki um einleiksformið. Fleira sem gerðist hjá Kómedíu árið 2007 var t.d. að leikhúsið hóf hljóðbókaútgáfu og gaf út tvær bækur á fyrsta ári. Margt og hellingur meir gerðist og má lesa meira um það á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is Með ósk um Kómískan lestur.

skrímsli jónatanKómedíuleikarinn sem Jónatan Þorvaldsson í einleiknum Skrímsli.

Mynd: Menningarráð Vestfjarða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband