UPPSELT Á TVEGGJA ÞJÓN Í KVÖLD

Leikfélag Siglufjarðar sýnir gamanleikinn vinsæla Tveggja þjón í leikstjórn Kómedíuleikarans í Bíó Café í kvöld. Og það er bara UPPSELT. Ekki örvænta því næsta sýning er á laugardag í Félagsheimilinu á Ólafsfirði. Tveggja þjónn er bráðfjörugur gamanleikur eftir ítalska leikskáldið Carlo Goldoni. Leikurinn hefur nokkrum sinnum verið settur á svið hér á landi en Leikfélag Reykjavíkur var fyrst til að flytja leikinn fyrir íslenska gónendur eitthvað um 1960 og eitthvað. Þar var Arnar Jónsson í aðalhlutverki sem þjónninn Arlechínó sem nefnist á Siglufirði Eldibrandur í uppfærslu Leikfélagsins þar í bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband