MATARTENGD FERÐAÞJÓNUSTA

Í framhaldi af greininni hér að neðan um Menningartengda ferðaþjónustu og í tilefni af því að 19. apríl verður haldið málþing á Ísafirði um Matartengda ferðaþjónustu þá er þetta eitthvað sem Kómedíu líkar. Meira að segja hefur Kómedíuleikhúsið aðeins komið að svona verkefnum fyrir nokkrum árum fór leikhúsið t.d. í samstarf við fyrrum verta á Hótel Ísafirði. Samstarfið fólst í því að bjóða uppá mat og leiksýningu. Boðið var uppá súrmat og Gísla Súrsson. Heppnaðist þetta vel og vakti mikla athygli. Málþingið um Matartengda ferðaþjónustu verður haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði laugardaginn 19. apríl kl. 10.30. Með Matartengdri ferðaþjónustu er verið að tala um að nota það hráefni sem er á hverju svæði fyrir sig og bjóða uppá sannkallaða heimamatarveislu úr héraði. Hér á Ísó mætti t.d. nýta saltfiskinn mikið og hefur það verið gert nokkrum sinnum með því að halda sérstakar saltfiskveislur sem hafa notið mikilla vinsælda. Hér er því komin enn ein stóriðjan fyrir landsbyggðina og því um að gera að fjölmenna á málþingið og fræðast betur um Matartengda ferðaþjónustu. Bara gott mál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband