TVÍLEIKUR Á EINLEIKJAHÁTÍÐ

Það verða ekki bara sýndir einleikir á einleikjahátíðinni Act alone á Ísafirði í sumar því einnig verður boðið uppá tvíleiki. Þegar hefur einn tvíleikur verið kynntur hér á Kómíska blogginu og nú verður hinn tvíleikurinn á Act alone dagskránni kynntur:

Act alone 2008

Föstudagur 4. júlí

Kl.16.30.    Edinborgarhúsið

ÉG BIÐ AÐ HEILSA

Kómedíuleikhúsið

Leikari: Elfar Logi Hannesson
Tónlistarmaður: Þröstur Jóhannesson

Ég bið að heilsa er ljóðaleikur byggður á verkum Jónasar Hallgrímssonar, Listaskáldsins góða. Flutt eru mörg af ástsælustu ljóðum skáldsins í leik, tali og tónum. Meðal ljóða má nefna Gunnarshólma, Sáuð þið hana systur mína, Ferðalok, Vísur Íslendinga og að sjálfsögðu Ég bið að heilsa. Elfar Logi flytur ljóðin í leik og tali og Þröstur Jóhannesson flytur frumsamda tónlist við ljóð Jónasar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband