GÍSLI SÚRI OG DIMMALIMM ERU FYRIR NORÐAN

Kómedíuleikhúsið er komið Norður í land með tvær af vinsælustu sýningum leikhússins. Leikurinn hófst í dag mánudag í Grunnskólanum á Hofsósi þar sem Gísli Súrsson var sýndur. Á öðrum degi leikferðar verður Gísli Súrsson sýndur tvívegis fyrst í Grunnskólaum á Blönduósi og síðan í Höfðaskóla á Skagaströnd. Síðan tekur hver sýningin við af annarrri. Dimmalimm er líka með í för og verður sýnd í þrígang á fimmtudag fyrir leikskóla á Akureyri. Leikferðinni líkur svo á laugardag á Siglufirði en einsog greint var frá hér á vefnum um daginn þá hefur Kómedíuleikhúsinu verið boðið að taka þátt í sérstakri ljóðahátíð þar í bæ. Hátíðin nefnist Glóð og er haldin annað árið í röð að þessu sinni er vestfirska ljóðskáldsins Steins Steinarrs sérstaklega minnst en í ár eru 100 ár frá fæðingu skáldsins. Kómedíuleikhúsið mun sýna ljóðaleikinn vinsæla með erfiða nafninu Búlúlala á laugardagskvöldinu á Sigló. Kómedían verður mikið á faraldsfæti á næstunni því eftir stuttan stans á Ísó í næstu viku verður brunað í bogina um aðra helgi með Gísla Súra og Dimmalimm og munu þau heimsækja grunn- og leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þegar er búið að bóka slatta af sýningum en rétt er að benda skólum borgarinnar á að enn eru nokkrir dagar lausir. Einfalt að panta sendið okkur bara tövlupóst á komedia@komedia.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband