JÁ FRÉTT - HÁRIÐ Á ÍSÓ

Hef ávallt leitast við að vera jákvæður og ákvað því að byrja með Já fréttir. Það er nebblega margt jákvætt í gangi þrátt fyrir allt. Hér á Ísó er margt jákvætt í gangi. Í haust var stofnað til Listavals í Grunnskólanum á Ísafirði. Elstu bekkjum skólans stoð til boða að velja Listaval sem valgrein og óhætt er að segja að undirtektir séu góðar því yfir 20 skráðu sig. Í Listavali Grunnskólans á Ísafirði er boðið uppá fjölbreytta listakennslu Dans, leiklist, söng og tónlist. Þrír kennarar sem allir eru menntaðir í list sinni halda um stjórnartaumana. Kómedíuleikarinn sér um leiklistina, Eva Friðþjófsdóttir sér um dansinn og Bjarni Ingibjörg Gunnlaugsdóttir kynnir söng og tónlist. Kennt er einu sinni í viku. Og það er mikill hugur í Listavalsdeildinni því það á að setja upp söngleik hvorki meira né minna. Fyrir valinu varð klassíkerinn Hárið og er þetta í fyrsta sinn sem söngleikurinn er settur á svið hér vestra. Það er nú soldið átak að setja upp eitt stykki músíkal og hefur því Listavalinu bæst við liðsauki úr Félagsmiðstöðinni. Hárið er aðalverkefni Listavals fyrir áramót enda mörg verkin sem bíða það þarf að æfa, búa til leikmynd, leikmuni, búninga og já jafvel þurfa leikarar að vera extra duglegir að safna hári. Æfingar á Hárinu hefjast núna í vikunni og er stefnt að frumsýningu föstudaginn 28. desember á Ísafirði. Já þetta verður gaman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband