UPPSELT Á JÓLASVEINA GRÝLUSYNI Á MORGUN

Það er góður gangur á Kómísku sveinunum frábær aðsókn var á sýningar helgarinnar og vel pantað á næstu sýningar. Uppselt er á sýningu á morgun, þriðjudag, en næstu sýningar eru um helgina og verður sýnt bæði laugardag og sunnudag kl.14.00 báða dagana. Jólasveinarnir eru svo kátir að þeir hafa ákveðið að skella á einni aukasýningu á ævintýrinu sínu. Auksýning verður korter fyrir jól eða laugardaginn 22. desember kl.14.00. Sala á aukasýninguna er hafin hér á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is einnig er miðasala í fullum gangi á aðrar sýningar. Allir í jólaleikhús.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Kæri Elvar Logi.

5 ára dóttir mín hvíslaði því að mér áður en hún sofnaði í gær, að henni þætti einn jólasveinn svolítið líkur Elvari Loga. Hefuru farið í Íslendingabók?

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 11.12.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Elfar! ekki Elvar

Dóttir mín heitir einmitt Svava....ekki Svafa

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 11.12.2007 kl. 12:38

3 identicon

Já þau eru skarpari en skólakrakkar krakkarnir á Ísó. En málið er bara að ég er svoddan jólasveinn þess vegna vilja menn rugla mér saman við hina íslensku jólasveina og líka þá í kóka kóla dressinu. Og takk fyrir f-ið ég þarf sífellt að vera að leiðrétta þetta þurfti meira að segja að fara í svaka vesen hjá Hagstofunni þar sem nafn mitt var rangt ritað þrátt fyrir að það hafi verið ritað með f-i í kirkjubókina á Bíldó vorið 1971.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband