TIL HAMINGJU ERLENDUR ÉG MEINA INGVAR

Frábært að heyra að góðu mati dómnefndar einu sinni en oftar er ekki eru nú þessar verðlaunaafhendingar til vandræða. En hér er réttur maður verðlaunaður. Ingvar E. túlkaði hinn sögufræga Erlend með miklum brávúr og vonandi verður framhald á því. Ég vildi gjarnan sjá söguna Synir duftsins á tjaldinu en það er uppáhalds Erlendar bókin mín. Enn og aftur til hamingju Ingvar.
mbl.is Ingvar fékk Napapijri-verðlaunin fyrir Erlend
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Sammála þér. Þegar verið var að ráða í hlutverk myndarinnar þá hélt ég nú með Hjalta Rögnvalds og fannst Ingvar ekki passa í þá mynd sem ég hafði dregið upp af Erlendi í huga mér. Eftir að hafa séð myndina varð ég hinsvegar hæstánægður með frammistöðu Ingvars og sáttur við ákvörðun Baltasars. Það væri vissulega gaman að sjá mynd byggða á Sonum duftsins en mér skilst að Grafarþögn sé næsta sagan af Erlendi sem til standi að filma þannig við þurfum eitthvað að bíða eftir Duftssonum.Eigum við ekki bara að vona að allar sögurnar af Erlendi verði filmaðar? Hann gæti orðið nokkurskonar íslenskur Bond. 

Ársæll Níelsson, 11.12.2007 kl. 21:18

2 identicon

Já satt segirðu fóstur sonur, það var margur búinn að móta sér sinn Erlend áður en fyrsta sagan var filmuð. Minn Erlendur var Sigurður Skúlason og ég veit að hann hefði skilað hlutverkinu vel líka alveg einsog meistari Hjalti. Þegar ég les Erlend í dag hugsa ég hinsvegar hann sem Ingvar. Grafarþögn er geggjuð og já ekki spurning filmum Erlend allan hann.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband