DEN RÖDE BROCHURE

Fyrir nokkrum vikum kom innum bréfalúguna í túninu heima á Ísó hinn árlegi bæklingur dönsku barnaleikhússamtakana Teatercentrum. Bæklingurinn heitir Den röde brochure og inniheldur yfirlit yfir barna- og unglingaleikússýningar sem skólum í Danmörku stendur til boða að fá til sín fyrir komandi skólaár hverju sinni. Bæklingurinn er semsagt gefin út að vori fyrir komandi skólaár sem hefst að hausti. Hér er því ekkert verið að gera hlutina á síðustu stundu einsog okkur hendir stundum að gera hér á landi. Fáum hugmynd og framkvæmum hana á morgun. Barnaleikhús í Danmörku er mjög öflugt einsog sjá má í Rauða bæklingnum þar sem eru upplýsingar yfir nokkur hundruð leiksýningar. Gert er grein fyrir hverjum leik og sagt stuttlega frá söguþræði. Síðan koma praktískar upplýsingar um aðstandendur sýningarinnar, lengd verksins, hve mikið gólfpláss þarf til að sýna leikinn og síðast en ekki síst hvað sýningin kostar. Þessi bæklingur er svo sendur í alla skóla í Danmörku. Það er fleira sem Teatercentrum gerir því einnig standa þeir fyrir veglegri barnaleikhús hátíð að vori þar sem sýndar eru flestar af þeim sýningum sem verða í boði á næsta skólaári. Um er að ræða nokkur hundruð sýningar sem sýndar eru á örfáum dögum og er aðgangur að hátíðinni ókeypis enda er hún hugsuð fyrir tilvonandi kaupendur leiksýninganna. Væri kannski réttara að kalla þetta leikhúsmessu líkt og bókamessu sem gegnir einmitt sama hlutverki að kynna vöruna fyrir kaupendum.

Kómedíuleikhúsinu finnst þetta alveg stórsniðugt apparat hjá Dönunum. Nú er bara spurninginn hvort við sem erum að bjóða sýningar í skóla hér á landi tökum okkur saman og gerum slíkt hið sama. Gefum út eitt stykki bæklinginn yfir allar sýningar sem skólunum stendur til boða fyrir komandi leikár/skólaár 2008 - 2009 og sendum til viðskiptavina okkar um land allt. Toppurinn væri síðan að standa einnig fyrir leikhúsmessu þar sem viðkomandi sýningar verða sýndar. Til gamans má geta þess að dönsku leikhúsmessurnar eru ekki alltaf haldnar í sama bænum á næsta ári, 2009 verður hátíðin t.d. haldin í Ballerup. Sama gætum við gert verið með hátíðina í Hafnafirði eitt árið, næst á Egilsstöðum og svofrv.

Mikið væri nú gaman ef kollegar Kómedíu sem eru með ferðasýningar hefðu samband varðandi þessa stórskemmtilegu hugmynd og byrjum að kasta hugmyndum á milli sem verður svo vonandi til þess að við kílum á þetta. Eitt er víst allir munu hagnast á þessu bæði við í leikhúsinu og skólarnir og svo er líka svo gaman að sýna fram á alla breyddina í leikhúsinu og þar að auki að halda leiklistarhátíð. Getið kommentað hér á blogginu eða sent tölvupóst komedia@komedia.is

DIMMALIMM 1Dimmalimm verður á ferðinni skólaárið 2008 - 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Afbragðs hugmynd og ef ég þekki þig rétt þá eru góðar líkur á að af verði.

Ársæll Níelsson, 8.4.2008 kl. 19:18

2 identicon

Takk fyrir það já þó ég segi sjálfur frá þá er þetta góð hugmynd en stundum er það nú svo í leikhúsinu okkar hér á landi að samstarf sem þetta getur verið flókið sem er skrítið en hér held ég að sé dæmi sem allir ættu að koma jafn vel út úr og allir að hagnast.

Elfar Logi Hanneson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Marsibil G Kristjánsdóttir

Frábær hugmynd!

Marsibil G Kristjánsdóttir, 9.4.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Takk darling hvatningin kemur frá þér

Elfar Logi Hannesson, 9.4.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband