FLOTTUR LISTASJÓÐUR

Frábært framtak að stofna til þessa minningarsjóðs í nafni eins merkasta dægurlagasöngvara okkar. Kómedíuleikarinn er einn af fjölmörgu aðdáendum Vilhljálms Vilhljálmssonar og sagði nú frá aðdáun sinni hér á blogginu um daginn þegar hann sat í fanginu á söngvaranum í merkilegri bílferð frá Bíldudalsflugvelli þá aðeins fimm ára patti. Er þetta ennþá einn merkasti tími æskuáranna. Það er sannarlega vel til fundið að stofna til þessa minningarsjóðs í dag á afmælisdegi Villa. Þessi sjóður mun án efa styrkja marga efnilega söngvara í framtíðinni. Við vitum nú flest að það er erfitt að lifa af listinni og því er listasjóður sem þessi mikið gleðiefni. Meira svona og HANA NÚ.


mbl.is Minningarsjóður stofnaður um Vilhjálm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrýtið samt að þessi sjóður hafi ekki verið stofnaður miklu fyrr. En frábært framtak engu að síður.

Hallgrímur Snær Frostason (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Já eigum við ekki bara að segja góðir hlutir gerast hægt

Elfar Logi Hannesson, 11.4.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband