EINLEIKINN DANS Á ACT ALONE 2008

 

Fjölmargar nýjungar verđa á Act alone leiklistarhátíđinni sem verđur haldin dagna 2. - 6. júlí í einleikjabćnum Ísafirđi. Nú verđur ekki bara leikiđ heldur líka dansađ og verđur bođiđ uppá ţrjár danssýningar. Einnig er rétt ađ minna á ţađ ađ nú er hćgt ađ nálgast dagskrá Act alone 2008 á heimasíđu hátíđarinnar www.actalone.net

Laugardagur 5. júlí á Act alone 2008 

Kl.14.00.    Edinborgarhúsiđ

BLÚSKONAN EINLEIKINN BLÚSVERKUR

Höfundur, flytjandi: Saga Sigurđardóttir

Blúskonan spratt upp á vormánuđum, og tók sér form sem einleikur eftir dansarann Sögu Sigurđardóttur.

Međ blúsverk er átt viđ ýmis hjartans óţćgindi, nokkuđ sem einhvers stađar einu sinni var kallađ ađ vera hrjáđur af bláu djöflunum. Ţessir kvillar, sem eiga til ađ ţjaka mannshjartađ í vonbrigđum og ástarsorg međal annars, voru ţá sagđir brjótast út einsog bláir djöflar sem fengu svitann til ađ spretta fram á enninu og barka til ađ murra í örvćntinu í ţremur hljómum. 

Einleikurinn fagnar ţessari tregafullu en jafnframt tćru tengingu viđ mannsálina, ţessa sem veldur Maggie’s farm-um og bitrum i-just-want-to-make-love-to-you- um

…og um leiđ er hann óumflýjanlega helgađur ástinni, baráttu góđs og ills, svitabogum og endurteknum ljóđlínum á móti einni stakri.

 Kl. 15.00.   Edinborgarhúsiđ

LANGBRÓK

JÓI

Pars pro toto

Danshöfundur / dansari: Lára Stefánsdóttir

Tónhöfundur: Guđni Franzson

Hljóđfćraleikur: Blástur og fl. Guđni Franzson, gítar Hilmar Jensson, glös Matthías Hemstock

Myndverk: Ragnhildur Stefánsdóttir

Á Act alone hátíđinni á Ísafirđi 2008 verđur í fyrsta sinn sýndur samruni tveggja sjálfstćđra dansverka eftir Láru Stefánsdóttur; Langbrók og Jóa.  Kóreógrafía beggja verka er eftir Láru Stefánsdóttur, tónlist eftir Guđna Franzson en leikmynd er hönnuđ af Ragnhildi Stefánsdóttur myndlistarmanni. Langbrók var frumsýnd á sóló dans-festivali KIT, í Kaupmannahöfn í ágúst 1999 og vakti ţar mikla athygli en einnig snerti hún viđkvćman streng í Fćreyingum ţegar ţeir sáu hana á fyrstu Listahátíđ í Norđurlandahúsinu í ágúst ári síđar.  Langbrók byggir á lífshlaupi samnefnds glćsikvendis úr Njálu og tekur um 20 mínútur í flutningi ţeirra Láru Stefánsdóttur og Guđna Franzsonar.  Langbrók var sýnd í Íslensku Óperunni á  Menningarnótt í Reykjavík 1999, á sýningu Pars Pro Toto í Ţjóđleikhúsinu 2001 og í Berlin í nóvember síđastliđinn.

Jói (2002) var frumsýndur í Stuttgart í ţýskalandi voriđ 2002 ţar sem verkiđ hlaut 1. verđlaun í samkeppni danshöfunda. Viss um ađ inní ástinni er allt sem ţú leitar og ađ ástin skiptir öllu máli.  Skríđur inn í rósótt sćngurver á gröf, í kirkjugarđi, sofnar og vaknar upp í svarta myrkri og úr myrkrinu ţyrlast hvítt fiđur.  Veist ađ ţú ert inní ástinni og ađ ástin er hlý, mjúk og kitlandi.  Verkiđ er byggt á sögu Elísabetar Jökulsdóttur, Sćngurverafiđriđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband