SUPERHERO Á ACT ALONE 2008

 

Föstudagur 4. júlí á Act alone Ísafirði

Kl.22.00                     Edinborgarhúsið

SUPERHERO

Jaðarleikhúsið

Höfundur, leikstjórn: Eyrún Ósk Jónsdóttir

Leikari: Erik Hakansson

Superhero er dramatískur gamanleikur um Peter Brown, ungann mann er býr við stöðugt ofríki foreldra sinna. Þegar foreldrar hans falla skyndilega frá þarf hann að læra að taka sínar eigin ákvarðanir, áskorun sem í hans augum eru nánast óyfirstíganleg. Hann leitar því leiðsagna hjá ofurhetjunum sem hann kynntist í barnæsku.

Erik Hakansson, leikari, útskrifaðist með MA gráðu í leiklist frá Rose Bruford leiklistarháskólanum í London 2007. Hann er Sænskur en er búsettur í Ungverjalandi þar sem hann starfar sem leikari. Hann starfar einnig við talsetningar á teiknimyndum.

Eyrún Ósk Jónsdóttir, höfundur og leikstjóri,  útskrifaðist frá Rose Bruford leiklistarháskólanum í London 2005. Hún er ein af stofnendum alþjóðlega leikhópsins Dan Kai Teatro og rekur Jaðarleikhúsið í Hafnarfirði. Önnur leikrit eftir hana eru Beauty, sem sýnt var í Oval House Theatre og Latchmere Theatre í London og Tjarnarbíó af leikhópnum Zecora Ura, og Fear sem sýnt var í Rose Theatre, London og Leikfélagi Hafnarfjarðar af leikhópnum Dan Kai Teatro. Hún er einnig höfundur og leikstjóri af stuttmyndinn Gaflarar sem kom út árið 2006. Eyrún starfar líka sem leiklistar kennari og leikari.

Jaðarleikhúsið er starfrækt í Hafnarfirði. Það var stofnað árið 2006. Megin markmið Jaðarleikhúsins eru að skapa rými fyrir unga listamenn til þess að koma list sinni á framfæri og að vera frumkvöðull af menningarskiptum við erlenda listamenn. Jaðarleikhúsið hefur áður sett upp Agnes High Quality í leikstjórn Gemmu Rowan, kvikmyndina Gaflarar í leikstjórn Eyrúnar Óskar Jónsdóttur í samstarfi við ÍTH, Performance Event í samstarfi við Dan Kai Teatro, Andsetin í samstarfi við leikfélag Flensborgar og Simbi og ljónalandið í leikstjórn Ívars Helgasonar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband