SJÖUNDI KÓMÍSKI SVEINNINN TEKUR DAGINN SNEMMA BARA MÆTTUR FYRIR HÁDEGI

Fyrsti jólasveinn dagsins tekur daginn snemma enda orðin svangur eftir nokkurra mánaða svefn. Það eru sennilega engar ýkjur að þessi sveinn beri þjóðlegasta nafnið af jólaköllunum þrettán, verðum við ekki að vera soldið þjóðleg í dag á tegi tungu vorar. Hann heitir Askasleikir og hefur heitið það síðustu 1000 ár eða svo og þó hlutirnir hafa nú soldið breyst á þessum tíma þá er ekkert verið að fárast við því. Hvað er eiginlega að því að heita Askasleikir? Svosem ekkert en reyndar er nú liðin ein öld eða svo síðan menn hættu að nota þetta fyrirbæri. Hinsvegar má benda á það að sennilega væri enn asnalegra að breyta nafni hans og færa nær nútímanum. Þá fengi hann kannski nafnið matardiskasleikir. Það er alltof langt og óþjált í munni og er ekki rétt að benda á það á Jónasardegi að halda beri í hin gömlu íslensku orð. Já þá er þetta alveg ljóst. Þessu verður ekki breytt úr þessu. Sveinninn heitir Askasleikir og er stolltur af því og svona kveður hann:

ASKASLEIKIR

Til eru furðulegustu leikir

það þekki ég sjálfur, Askasleikir.

Ég sit svo sæll á minni kistu

og reyni í fyrstu

að hreinsa innan askinn

áður en hann fer í vaskinn.

Ef ekki dugir fingur

þá er ég nokkuð slyngur

og teygi tungu endilanga

oní askinn, - restarnar að fanga.

Ammmmnamm

Ammmmnamm

Ammmmnamm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband