UPPSELT ALLA HELGINA Á JÓLASVEINA GRÝLUSYNI

Það er rífandi gangur í miðasölu á jólaleikinn Jólasveinar Grýlusynir og er uppselt á sýningar helgarinnar. En örvæntið ekki. Því leikurinn verður sýndur allar helgar í nóvember og desember. Næstu sýningar eru um næstu helgi, laugardaginn 24. nóvember og sunnudaginn 25. nóvember, og er miðasala á þær sýningar í fullum og mjög góðum gangi. Nú er bara að skella sér á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is og Panta miða. Jólasveinar Grýlusynir er bráðfjörugt jólaleikrit fyrir alla fjölskylduna eða frá 2. ja - 102 ára og allt þar á milli. Jólasveinar Grýlusynir kemur öllum í gott jólaskap og styttir jafnframt biðin fyrir hátíðina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert bara flottur Elvar Logi.  Ég spái í þetta.  Stubbur þarf að fylgjast með jólasveininum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 19:23

2 identicon

Takk. Endilega litli ömmudrengurinn hefur án efa gaman að koma í Tjöruhúsið ævintýrahús jólasveinanna og ekki síst ef amma er með í för. Hlakka til að sjá ykkur.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 00:25

3 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Frábært! ég vona að ég nái sæti til þess að sjá jólasveinana;)

Harpa Oddbjörnsdóttir, 17.11.2007 kl. 02:16

4 identicon

Ávallt velkomin í leikhúsið, það eru laus sæti á sýningar um næstu helgi 24. og 25. nóvember. Hlakka til að sjá þig í Tjöruhúsinu ævintýrahúsi jólasveinanna.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband