BRÁÐUM FÆRT Á BÍLDUDAL

Stórtíðindi á mánudegi, Vegagerðin er byrjuð að moka Hrafnseyrar- og Dynjandaheiði og munu þær jafnvel vera færar í lok vikunnar. Þetta eru stórmerkilegar fréttir því í dag þegar þessar heiðar eru ófærar er maður um 9 klukkutíma á keyra á Bíldudal frá Ísafirði. En þegar búið verður að moka heiðarnar er maður ekki nema 2 tíma að skuttlast á Bíldó. Þetta er nú soldið skondið ég meina allan veturinn er þessi leið lokuð en samt er bæði Ísafjörður og Bíldudalur á Vestfjörðum en maður kemst bara ekki á milli staða nema fara löngu leiðina. Vissulega eru þessar heiðar nokkuð skæðar einsog margir þekkja og ekkert djók að vera að aka þær yfir veturinn. En það er til lausn. Gera göng frá Dýrafirði og bara í gegnum heiðarnar. Þegar búið verður að gera Óshlíðargöngin ætti að fara strax í að gera þessi göng og þá og aðeins þá verða Vestfirðir loks eitt svæði. Kómedía hefur t.d. ekki komist á suðursvæðið í vetur en nú verður breyting á þegar búið verður að opna og tengja Vestfirðina saman á nýjan leik, þetta er einsog með farfuglanna leið og þeir mæta þá opnast þessi leið. Sparikallinn, hugarfóstur Kómedíuleikarans, er lengi búinn að bíða eftir að komast í Sparisjóðina á Bíldó, Tálknó og Patró og nú stefnir bara í að kappinn sá komist yfir heiðarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra  Elvar Logi minn.  Komin tími til myndi ég segja.  Annars er þetta ótrúlegt árið 2008 að það skuli ekki vera betra vegasamband milli norður og suðurfjarðanna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 13:50

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Já ég held það verði að viðurkennast að við höfum alveg gleymst hér vestra hvað þessi mál varða, pældu bara í því ef það væri alltaf opið þá kæmu þeir suðurfrá örugglega mun meira hingað til að sækja sér ýmiskonar þjónustu og líka til að mæta á menningarviðburði einsog t.d. Aldrei fór ég suður en það var lokað á milli þetta árið og því komst engin þaðan.

Elfar Logi Hannesson, 14.4.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já alveg örugglega.  Þetta er óþolandi ástand finnst mér, og löngu komin tími til að bora og brúa, malbika og laga.  Og hana nú !

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

sammála síðasta ræðumanni, löngu orðið tímabært að fara að huga að þessum samgöngum hér, nei annars ekki að huga að þeim heldur að fara að FRAMKVÆMA ÞÆR....

Sigrún Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 09:14

5 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Veit að dætur mínar eru alveg sammála því þá gætu þær oftar hitt ömmu og afa á Bíldó

Elfar Logi Hannesson, 15.4.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband