KÓMEDÍULEIKARINN Í GRUNNSKÓLA

Síðustu vikurnar hefur Kómedíuleikarinn verið með leiklistarkennslu við Grunnskólann á Suðureyri. Tilefnið var m.a. að undirbúa árshátíð skólans sem er á morgun, fimmtudag. Það er óhætt að segja að krakkarnir á Suðreyri hafi staðið sig vel og munu bjóða uppá fjölbreytta sýningu. Yngri deildin flytur frumsamin verk en eldri leitar í smiðju kunnra barnleikbókmennta. Þannig munu rjómin af kunnustu persónum barnaleikhússins stíga á stokk. Við erum að tala um persónur á borð við Karíus og Baktus, Jesper, Kasper og Jónatan, Soffíu frænku að ógleymdri Línu Langsokk. En það er Lilli Klifurmús sem kynnir dagskránna. 9 - 10 bekkur sýnir hinsvegar brot úr hinu frábæra barnaleikriti Trúðaskólinn. General á morgun og síðan frums seinni partinn. Einnig verður ein sýning um kvöldið en að henni lokinni fá leikarnir að kasta af sér gerfunum og taka sporið á diskói. Sannarlega kraftur í krökkunum á Suðureyri enda er þar starfrækt öflugt áhugaleikfélag og hafa margir af nemendum skólans tekið þátt í uppfærslum félagsins í gegnum árin. Mörg þeirra eru því komin með mikla reynslu í leikhúsinu og er ekki slæmt að hafa svoleiðis nokk þegar kemur að því að setja á svið eitt stykki árshátíð. Já þau eiga mikið hrós skilið krakkarnir á Súganda, mikið dugleg og mikið gaman að vinna með þeim.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband