Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Á PÁSKUM ER BEST AÐ VERA Á ÍSÓ - ENDA LIGGUR STRAUMURINN VESTUR SEM ALDREI FYRR

Eftir órfáa daga hefst hin árlega Skíðavika á Ísafirði. Gleðin hefst á Silfurtorgi á Ísó miðvikudaginn 19.mars þegar hátíðin verður formlega sett. Og þar með er gleðin hafin og það væri alltoflangt mál að fara að telja upp þá fjölda atburða sem í boði verða á Skíðavikunni í ár. Hæst ber að sjálfsögðu rokkhátíðin Aldrei fór ég suður sem verður nú haldin fimmta árið í röð. Hátíðin hefur slegið í gegn svo um munar og rúsínan í pylsuendanum það er frítt inn en það er sérstakur ísfirskur siður að hafa frían aðgang a hátíðum samanber Act alone leiklistarhátíðina, já já maður kemur nú alltaf sínu að. Kómedíuleikhúsið tekur að sjálfsögðu þátt í Skíðavikunni og býður uppá Leikhúspáska á Ísó hvorki meira né minna. Leikurinn hefst á föstudaginn langa með sýningu á einleiknum Dimmalimm kl.14. Sýnt er í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað á sama stað og Kómedían sýndi hinn vinsæla Jólasveina leik fyrir síðustu jól. En Dimmalimm verður ekki einsömul lengi því kl.16.00 á föstudaginn langa verður útlaginn Gísli Súrsson sýndur í Tjöruhúsinu og gaman að geta þess að þetta er 167 sýning á Gísla Súra. Þannig að hann er semsagt rétt að byrja. Á Páskadag verður Dimmalimm aftur í Tjöruhúsinu á sama tíma kl.14.00. Miðasala er á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is

Nú svona til að kikka aðeins á dagskrá Skíðaviku 2008 þá verður m.a. meistari Siggi Björns á besta bar landsins þið vitið Vagninum á Flateyri, Davíð Örn sýnir í Slunkaríki, leikfélag MÍ sýnir Rocky Horror, Bermuda verður með útgáfutónleika og Heimsins ljós í Ísafjarðarkirkju. Síðast en ekki síst verður Kómedíufrúin með opna vinnustofu sem hún nefnir einfaldalega Billustofu nema hvað. Þar gefst gestum kostur á að kikka á verk hennar og jafnvel kaupa líka. Dagskrá Skíðavikunnar er á heimasíðu festivalsins

www.skidavikan.is

 


ÉG MÆTI

Frétt dagsins ekki nokkur spurning. Búinn að gera hring utan um 26. maí og nú hefst bara upphitun fyrir konsertinn. Byrja strax í dag á að hlusta á hljómplöturnar sem ég á með honum það er sko miklu flottara sánd en í geislanum ég segi það satt einsog maðurinn sagði. Svo er bara að muna að kaupa sér miða þegar sala hefst eftir páska er nokk klár á því að höll Egils verði fljót að fyllast.
mbl.is Bob Dylan heldur tónleika á Íslandi í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÓMEDÍULEIKARINN Í BÍÓ

Í kvöld verður kvikmyndin Heiðin eftir Einar Þór Gunnlaugsson frumsýnd í Háskólabíói. Kómedíuleikarinn er meðal leikenda í ræmunni og leikur þar sínar frægu fimm mínútur en svo skemmtilega vill til að það er klassísk lengd hjá honum á hvíta tjaldinu. Fyrri fimm mínútna afrek kappans í kvikmyndaheiminum eru í myndinni Fiasko og Allir litir hafsins eru fallegir. Í Heiðinni leikur Kómedíuleikarinn starfsmann á bílaverkstæði og finnst mörgum það kannski soldið skondið þar sem leikarinn er nú frægur fyrir sína þumalputta og getur varla skipt um dekk, en þetta er nú bara bíó. Fleiri fréttir af kvikmyndaferli þess Kómíska er að hann hefur þegið boð um að leika í sjónvarpsmynd, má ekki segja hvað hún heitir á þessu stigi, sem verður tekin upp á Vestfjörðum í sumar. Og hvað haldiði þar mun hann birtast í upphafs og lokaatriði myndarinnar sem mun telja um fimm mínútur, já það er ekkert verið að bregða útaf vananum. Allir í Háskólabíó í kvöld og næstu kvöld.

KÓMEDÍUBRÓÐIRINN MEÐ HEIMASÍÐU

Kómedíubróðirinn, Þórarinn Hannesson en er á Kómísku alltaf kallaður Cábojinn, sem býr á Sigló er með flotta heimasíðu sem ég hvet ykkur til að kikka á hér er slóðin

http://www.123.is/toti7

 Þann 26 mars hefur síða Cábojsins verið ár í loftinu og hann setur markið á að þá séu heimsóknir orðnar 7000 vantar sodlið uppá það þegar þetta er párað segir mælirinn 6542. Væri nú gaman að ná þessu því svo skemmtilega vill til að happatala hans er einmitt sjö, hann spilaði alltaf í treyju númer sjö í boltanum, hélt með Kevin Keeagan og síðan Kenny Daglish sem spiluðu einmitt í treyju númer 7. Hinn síðari ár hefur Kómedíubróðirinn hins vegar haslað sér völl sem trúbadúr með góðum árangri og hefur gefið út eina þrjá geisladiska og er hægt að panta þá á margnefndri heimasíðu kappans. Endilega kikkið á Cábojinn á Sigló.


STÓRTÍÐINDI

Þetta er bara frábært engin ástæða til að vera geyma gömul íslensk sjónvarpsverk ofan í kassa. Það er til fullt af merkilegum verkum þarna t.d. Maður og kona svo maður byrji langt aftur þar sem Brynjólfur Jóhannesson fer á kostum sem Séra Sigvaldi. Aðeins nær okkur í tíma þættirnir...æi hvað heita þeir nú aftur gerðust í nokkrum íbúðum og voru með Arnari Jónssyni og Júlla Brjáns ofl...oh þoli ekki þegar ég man ekki nöfn á verkum...vonandi man þetta einhver og þá segir maður...já auðvitað alveg einsog í Gettu Betur. Þetta eru sannarlega stórtíðindi úr Efstaleitinu - væri t.d. gaman að hafa svona Kikkað í gullkistuna aðra hvora viku þar sem gamalt íslenskt sjónvarpsefni er sýnt.
mbl.is RÚV semur við félög leikara og tónlistarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FRÁBÆR HUGMYND - MEIRA SVONA

Þetta líst Kómedíuleikhúsinu sérlega vel á enda verið ávallt ákafur talsmaður þess að auka þurfi atvinnulistir á landsbyggð. Möguleikarnir á landbyggðinni til handa listafólki eru svo rosalega margir. Víða eru húsnæði einsog einmitt þetta á Skagaströnd sem bíða eftir nýju hlutverki einsog t.d. á Bíldudal þar er gamla sláturhúsið sem stendur autt en er flott hús og væri einmitt tilvalið í Listasetur með vinnustofum fyrir listamenn staðarins og ekki síður þá sem ákveða að setjast að í þorpinu og sinna verkum sínum þar. Fyrir nokkrum árum var nú Kómedíuleikarinn ásamt félaga sínum með svoddan hugmynd á Bíldudal og kynntu þeir hana meðal annars í fjölrituðu listablaði sem þeir gáfu út og nefndist Menning. Þetta var ef ég man rétt árið 1990 og voru þeir félagar þá að fást við kvikmyndagerð og höfðu þá gert eina mynd Týndu hetjurnar. Þeim fannst því tilvalið að næsta skref væri að reisa kvikmyndaver sem einnig væri Listamiðstöð með vinnustofum. Húsnæðið sem þeir höfðu í huga var hið sögufræga hús Matvælaiðjan á Bíldó þar sem framleiddar voru hinar frægu Handsteiktu kjötbollur og Bíldudals Grænar baunir. Kómedíufrúin var fengin til að teikna húsið upp með allt þetta í huga og koma þetta var flott út en því miður varð ekkert úr framkvæmdum enda framleiddu þeir ekki aðra ræmu. En gaman að sjá að nú tæpum 20 árum síðar sé þetta einmitt að gerast. Atvinnuleiklist á landsbyggð á framtíð fyrir sér og nú er það hlutverk ríkisvaldsins að aðstoða með alvöru hætti við að gera þetta - setja alvöru monnýpeninga í málið og stígum skrefið til fulls. Kómedía er alveg sannfært um að mikil áhugi er meðal listamanna að starfa á landsbyggðinni.
mbl.is Frystihúsi breytt í vinnustofur listafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OH EF ÉG ÆTTI BARA 8 MILLUR DALA

Pollock var alveg geggjaður listamaður og ef maður ætti nú bara átta millur dala hefði maður ekkert á móti því að hafa eitt stykki Pollock á veggnum hér í túninu heima. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég er byrjandi í Pollock deildinni eða bara frá því ég sá myndina um hann þar sem Ed Harris fer á kostum sem slettulistamaðurinn, skrítið með Harris afhverju sér maður ekki fleiri myndir með honum einn af þessum geggjuðu leikurum. Gaman að lesa líka um það að uppgangur sé í listaverkabisnessnum vona að það komi aftur hér á landi líka en skilst að það sé smá dávn tími núna sem þýðir reyndar að þá er rétti tíminn til að kaupa. En vandamálið er hinsvegar að nú eiga flestir lítið af monnýpeningum - jú jú þetta fylgist allt að.
mbl.is Verk eftir Pollock selt á 8 milljónir dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÓL Á ÍSÓ

Verð bara að láta ykkur vita að því ekki að þetta séu eitthvað nýjar fréttir en það er sól og geggjað veður á ísó núna í dag. Í gær var líka rosa flott veður því ísóveðrið er alltaf fjölbreytt og listrænt. Rétt samt að taka það fram líka að það er góður skíðasnjór og við stefnum að því að halda honum aðeins lengur þrátt fyrir allt sólskinið því í næstu viku hefst hin árlega og stórmerkilega Skíðavika hér á Ísó. Síðustu ár hefur verið alltof mikið sólskin og því ekki hægt að skíða á Skiðaviku en núna verður það sko bæði sólskin og skíðasnjór. Dagskrá Síðavikunnar er að vanda mjög glæsileg og tekur Kómedíuleikhúsið að sjálfsögðu þátt í gleðinni. Má gjarnan nefna þetta Leikhúspáska á Ísó því alls verða þrjár Kómíska sýningar en sýnt verður í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað. Á föstudaginn langa verður Dimmalimm sýnt kl. 14. og tveimur tímum síðar stígur útlaginn Gísli Súrsson á sviðið. Dimmalimm verður sýnt aftur á fjölunum á Páskadag kl.14. Miðasala hafin á heimasíðu Kómedíu www.komedia.is Annars bara allt í Kómískt gott að frétta í gær var Kómedíuleikarinn í stúdíó RÚV á Ísó við upptökur á nýjum útvarpsþætti fyrir Rás eitt sem hann gerir í samvinnu við Jónu Símoníu Bjarnadóttur. Þátturinn heitir Hátíð hátíðanna og verður fluttur á Skírdag kl.14.00 á Rás Eitt.

gislisurssonGísli Súri verður á Skíðaviku á Ísó


JESÚ ROKK VAR BARA GOTT ROKK EN EKKERT LEIKHÚS

Kómedíuleikarinn skellti sér á Jesús Krist ofurstjörnu í Borgó um daginn. Flott hljómsveit, góður söngur en ekkert leikhús. Samt flottir tónleikar og mætti alveg auglýsa sjóvið þannig svona til að kalla hlutina réttum nöfnum. Á örugglega eftir að ganga lengi sérstaklega ef þessi breyting verður gerð.


KÓMEDÍULEIKARINN FÉKK MENNINGARVERÐLAUN DV

5 mars er sannarlega gleðilegur dagur fyrir Kómedíuleikarann. Fyrst ber að nefna að yngsta prinsessan hans, Alda Iðunn, á afmæli í dag er sko orðin 6 ára. Alvöru prinsessa. Og svo voru líka Menningarverðlaun DV afhent núna seinnipartinn í dag. Afhendingin fór fram á Hótel Borg sem verður nú að segjast einsog er að er einhvernvegin voða menningarlegur staður, einhver svona sjarmi sem ekki er hægt að lýsa. Nema hvað - Kómedíuleikarinn fékk Menningarverðlaun DV í netkosningu sem efnt var til. Það verður nú að segjast einsog er að þetta kom Kómedíuleikaranum alveg í opna skjöldu hann var nærri búinn að missa Spriteglasið í gólfið þegar þetta var tilkynnt. Það er alveg frábært að fá þessi Netmenningarverðlaunfrá landsmönnum og greinilegt að fólk fílar Act alone. Þúsund þakkir til allra. Nú höldum við bara áfram að byggja upp Act alone og gerum hana að enn stærri hátíð. Hlakka til að sjá ykkur á Act alone 2008 sem verður haldin dagana 2. - 6. júlí. Þið eruð best.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband