COMMEDIA DELL'ARTE HVAÐ ER NÚ ÞAÐ?

Það styttist í frumsýningu á leikritinu Tveggja þjónn hjá Leikfélagi Siglufjarðar í leikstjórn Kómedíuleikarans. Allt að smella, leikmynd komin upp og leikskráin á leiðinni. Meðal efnis í skránni er stutt grein eftir Kómedíuleikarann um ítalska leikhúsformið Commedia dell'arte en leikurinn er byggður á þeirri merku formi. Til að stytta biðina eftir Tveggja þjóni þá skulum við aðeins fræðast um Commedia dell'arte.

Commedia dell'Arte hvað er nú það?

Leikurinn Tveggja þjónn er saminn í leikstíl og leikformi er nefnist Commeida dell'Arte. Um er að ræða ítalskt leiklistarform sem hóf göngu sína um miðja sextándu öld og naut vinsælda í meira ein öld. Formið er hinsvegar ekki til í dag sem slíkt þó persónur og tækni formsins hafi lifað og megi sjá í mörgum verkum einsog Tveggja þjónn. Það sem er einna merkilegast við Kómedíuformið er að þar var aldrei notast við handrit. Aðeins var stutt lýsing á leiknum og atburðarásinni svo sáu leikararnir um restina. Sýningar voru undir berum himni og voru sýningar fluttar af sérstökum Kómedíuhópum með tíu leikurum eða svo sem ferðuðust um landið með sýningar sínar. Leikmynd var svo gott sem enginn og einnig voru leikmunir af skornum skamti. Síðast en ekki síst voru ákveðnar persónur í Kómedíuforminu og var venjan sú að sami leikarinn lék sömu persónuna alla sína ævi. Þar er sennilega komin ástæða fyrir því að flokkarnir gátu leikið hvert stykkið á fætur öðru án þess þó að hafa fullkomið handrit. Kómedíupersónurnar áttu sér stoð í samtímanum þannig kom kaupmaðurinn Pantalone frá Feneyjum og þjónninn Arlecchino frá Bergamo. Báðar þessar persónur koma við sögu í Tveggja þjónn en í þessari uppfærslu er þeim gefið íslensk nöfn. Pantalone verður Prjónólfur og Arlecchino verður Eldibrandur. Aðrar þekktar Kómedíupersónur sem koma við sögu í leiknum okkar eru þjóninn Brighella sem við nefnum Brynhildi en þessi þjónn er ólíkur Eldibrandi að því leiti að  hann er hærra settur og er oft eigandi veitingastaðar. Að síðustu er það læknirinn Il Dottore sem við nefnum Lon og Don. Þó Kómedíuformið sjálft sé týnt og tröllum gefið þá lifa persónur þess enn góðu lífi einsog við fáum að sjá hér í kvöld.

prjonolfur Pantalone eða Prjónólfur einsog hann nefnist á Sigló


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband