MENNINGARTENGD FERÐAÞJÓNUSTA ER FRAMTÍÐ LANDSBYGGÐARINNAR

Kómedíuleikhúsið hefur allatíð verið mjög skotið í því fyrirbæri sem nefnist Menningartengd ferðaþjónusta eða allt frá því farið var að tala um þetta form fyrir hvað kannski 10- 12 árum eða svo. Þegar fyrirbærið var kynnt fyrst voru veittir styrkir í þannig verkefni en svo bara nokkrum árum síðar var skrúfað fyrir allt. Í Samgönguráðuneytinu var þá starfræktur einhver sjóður sem styrkti verkefni í Menningartengdri ferðaþjónustu. En svo einn daginn var verkefnið bara búið og sjóðurinn lagður niður allavega voru það þau svör sem Kómedía fékk þegar leitað var eftir styrk í þeim sjóð eða lið eða hvað þetta kallaðist. En nú nokkrum árum síðar er Menningartengda ferðaþjónustan komin aftur inn í styrktarapparitð einsog sjá má t.d. á Mótvægis aðgerðum stjórnarinnar en þar eru einmitt mikið af verkefnum sem flokkast undir Menningartengda ferðaþjónsutu. Ef við tökum bara Vestfirðina fyrir þá fengu til Mótvægisframlag verkefni á borð við Skrímslasetur á Bíldudal, Sjóræningjasetur á Patreksfirði, Gíslasöguverkefnið á Þingeyri og Muggssýning í fæðingarbæ listamannsins Bíldudal. Kómedía tengist síðastnefnda verkefninu Muggssýningunni og mun sýna leikinn Dimmalimm meðan á sýningunni stendur. En það má kannski segja að Kómedíuleikhúsið hafi einmitt en kannski ómeðvitað verið að vinna undir formerkjum Menningartengdrar ferðaþjónustu. Flest verkefni leikhússins eru sótt í vestfirskan sagnaarf og hafa sýningar oft verið sýndar á söguslóðum t.d. hefur Gísli verið sýndur margsinnis í Haukadal í Dýrafirði þar sem fornkappinn tók land og einnig í Geirþjófsfirði þar sem Gísli endaði ævi sína. Það er því ánægjulegt að Menningartengda ferðaþjónustan er komin aftur inn ef svo má að orði komast og að viðkomandi aðilar hafa fattað að hér eru alvöru verkefni á ferðinni. Menningartengd ferðaþjónusta getur skapað fjölmörg störf og er að mati Kómedíu ein skemmtilegasta stóriðja landsbyggðarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg týpiskt hjá þeim að leggja niður svona styrki sem nýtast best úti á landsbyggðinni, því landsbyggðin er ekki til að mati ráðamanna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 15:52

2 identicon

Já það er margt til í þessu Ásthildur allavega finnst manni það vera stefnan í Menntamálaráðuneytinu, nægir þar að nefna Kómedíuleikhúsið sem er eini sjálfstæði leikhópurinn á landsbyggðinni og ekki hefur M ráðuneytið verið spennt fyrir að styrkja það og hvetja til áframhaldandi starfa, þrátt fyrir að vera bæði atvinnuskapandi og nýsköpun sem hefur þó verið tískuorð ráðamanna síðustu ár. En við þökkum fyrir það sem vel er gert einsog þessar Mótvægisaðgerðir og vonumst síðan til að þetta verði til eftirbreytni fyrir fleiri

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband