TVEIR STEINAR Í AÐALHLUTVERKI

Tveir Steinar/rí rithöfundastétt Íslands eru í stóruhlutverki í ár. Fyrst ber að nefna vestfirska ljóðskáldið Stein Steinarr frá Laugalandi í Djúpi en í ár er ein öld frá fæðingu skáldsins. Ýmislegt verður gert af því tilefni Kómedíuleikhúsið vinnur t.d. að nýjum tvíleik er nefnist Steinöld og verður frumsýndur í sumar og sýndur víða um Vestfirði og jafnvel víðar. Um er að ræða leik fyrir leikara og tónlistarmann, vart þarf að spyrja hver leikur en það er Þröstur Jóhannesson sem sér um músíkina og mun hann flytja frumsamin lög við ljóð skáldsins en Kómedíuleikarinn mun síðan flytja ljóðin í leik og tali. Snjáfjallasetur stendur fyrir Steinshátíð 21. júní og verður Steinöld m.a. á dagskránni. Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson verður með konsert á Listahátíð þar sem flutt verða lög hans við ljóð Steins. Margt fleira verður örugglega gert á árinu til að minnast Steins Steinarrs. Annað skáld sem er í kastljósinu í ár er Steinar Sigurjónsson en í ár er 70 ára fæðingarafmæli hans. Nýkomið úr prentsmiðju er heildarsafn Steinars og er hér á ferðinni mjög vönduð útgáfa. Útvarpsleikhúsið ætlar svo að heiðra minningu skáldsins því næstu 3 fimmtudagskvöld helgar leikhúsið skáldinu. Verður m.a. flutt leikrit hans Strandferð og leiklistarnemar föndra við verk skáldsins. Það ber að fagna þessu framtaki Útvarpsleikhússins og um leið hrósa því fyrir gott gengi að undaförnu því Útvarpsleikhúsið hefur verið á miklu flugi á þessu ári. Kómedíuleikhúsið fagnar því að listafólk heiðri minningu annarra listamanna einog var t.d. gert í fyrra á 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar. Það er ekki síst mikilvægt í því ljósi að geta kynnt magnaða innlenda list og þá ekki síst fyrir æskunni. Meira svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa fróðleiksmola.  Ekki viss ég að Steinn Steinarr hefði verið ættaður frá Laugalandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 14:36

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Jújú Steinn fæddist 13. október 1908 á Laugalandi í Nauteyrarhreppi

Elfar Logi Hannesson, 10.4.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband