Þjónustufyrirtæki á Ísafirði græddu 275.500.- um helgina

Það var sannkölluð menningarhelgi á Ísafirði núna um helgina frekar mætti kannski segja að þetta hafi verið menningarárás. Á föstudag frumsýndi Litli leikklúbburinn á Ísafirði nýja sýningu Á skíðum skemmti ég mér fyrir troðfullu húsi. Önnur sýning var í gærkveldi. Í dag opnaði svo nýtt gallerý á Ísafirði Fjör 10 þrep sem er til húsa í Listakaupstað. Opnunarsýningin nenfist Ein stök hús en þar sýna dýrfirsku listamennirnir Jóhannes Frank Jóhannesson og Marsibil G. Kristjánsdóttir. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða eyðibýli sem þau túlka í ljósmyndum og teikningum. Hátt í 80 manns mættu í opnuna. Í heildina sóttu 290 manns þessa menningarviðburði um helgina á Ísafirði. Ekki slæmt það. En það er einn mikilvægur þáttur sem alltof sjaldan er velt upp og enn færri átta sig á en það er hvað menningin gefur í monnípeningum fyrir þjónustufyrirtæki á svæðinu. Það er nefnilega ekki svo einfalt að fólk mæti bara á viðkomandi viðburð og borgar sig inn. Nei, það er fjölmargt annað sem menningin skapar. Alltof langt væri að nefna þann langa lista sem tengist hverjum menningarviðburði í utanaðkomandi verslun. En sem dæmi má nefna að sumir fara í klippingu og láta lappa uppá sig fyrir kvöldið, aðrir panta sér pizzu áður en þeir fara í leikhúsið eða fara jafnvel út að borða, margir fara akandi á menningarstaðinn og það kostar nú bensíndropinn í dag þó stutt sé á milli staða hér vestra, sumir eru með barnapíu og hún þarf að fá sitt snakk og appelsín, á staðnum eru stundum veitingar til sölu og líklegt að flest fái sér eitthvað, að loknum viðburði er ósjaldan farið til að krifja menninguna og þá er gott að fara á kaffihús eða á næsta bar og þannig mætti lengi telja. Ef við segjum að hver gestur menningarhelgarinnar á Ísafirði hafi eytt 950 krónum í utanaðkomandi kostnað þá gerir það heilar 275.500.- krónur sem þjónustufyrirtæki á Ísafirði fengu í sinn hlut. Það er nú þokkaleg tala.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið eruð svo sannarlega að gera góða hluti Elvar Logi og ég mæli eindregið með sýningunni Aldrei fór ég suður, á eftir að fara á sýninguna 10 þrep.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 19:54

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

þakkir - endilega líttu við á Ein stök hús í Fjör 10 þrep opin næst á fimmtudag

Elfar Logi Hannesson, 27.3.2011 kl. 21:23

3 Smámynd: Faktor

Flott-frábært :)

Til hamingju með sýningarnar heima, verst að hafa verið fjarri góðu gamni :)

Sjáumst ;)

Faktor, 27.3.2011 kl. 22:09

4 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

takk frænka, þú kemur bara um næstu helgi báðar sýningarnar verða í gangi allan apríl

Elfar Logi Hannesson, 28.3.2011 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband